Macron segist ekki hafa tekið kókaín

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það lygi að hann hafi tekið …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það lygi að hann hafi tekið kókaín í lest. AFP/Ludovic Marin

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti seg­ir ekk­ert til í því að hann hafi tekið kókaín í lest ásamt Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og Friedrich Merz, kansl­ara Þýska­lands.

Sam­særis­kenn­inga­smiður­inn Alex Jo­nes birti mynd­band á sam­fé­lags­miðlin­um X, þar sem Macron held­ur á hvít­um hlut sem Jo­nes seg­ir að inni­haldi kókaín.

Mynd­ir sem frétta­menn tóku í lest­inni sýna hins veg­ar að um serví­ettu var að ræða sem Macron notaði til þess að snýta sér.

Lyg­um sem þess­um er að sögn Macrons dreift af óvin­um Frakk­lands en á meðal þeirra sem hafa deilt upp­runa­legu færslu Jo­nes á X er upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands.

Jean-Noel Barrot ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands seg­ir að Rúss­ar séu farn­ir að verða ör­vænt­ing­ar­full­ir í til­raun­um sín­um að koma í veg fyr­ir að friður ná­ist í Úkraínu. Það end­ur­spegl­ist í því að ráðamenn Rúss­lands dreifi aug­ljós­um lyg­um sem þess­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert