Mál Íslendinganna ekki á borði borgaraþjónustunnar

Fíkniefnin sem fundust í fórum Íslendinganna.
Fíkniefnin sem fundust í fórum Íslendinganna. Ljósmynd/Spænska lögreglan

Mál þriggja Íslend­inga sem hand­tekn­ir voru í bæn­um La Vila Joi­osa á Spáni í lok mars er ekki á borði borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Hóp­ur­inn er tengd­ur fjöl­skyldu­bönd­um.

mbl.is fjallaði í morg­un um mál þriggja Íslend­inga sem voru hand­tekn­ir í bæn­um La Vila Joi­osa á Spáni í lok mars fyr­ir að reyna að smygla fíkni­efn­um til eyj­unn­ar Ibiza.

Um hálft kíló af fíkni­efn­um fannst í bif­reið Íslend­ing­anna þar sem þeir reyndu að kom­ast um borð í ferju til eyj­unn­ar.

Í sam­tali við mbl.is staðfest­ir Ægir Þór Ey­steins­son, upp­lýs­inga­full­trúi hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, að um­rætt mál sé ekki á borði borg­araþjón­ustu ráðuneyt­is­ins.

Lík­lega ætlað til sölu

Í um­fjöll­un spænska miðils­ins In­formacion um málið kem­ur fram að hóp­ur­inn, sem sam­an­stend­ur af tveim­ur kon­um og ein­um karl­manni á aldr­in­um 24-48 ára, sé tengd­ur fjöl­skyldu­bönd­um og að þau hafi verið ákærð fyr­ir að fremja glæp gegn al­manna­heil­brigði.

Auk fíkni­efn­anna fannst loft­tæm­ing­ar­vél, pok­ar og plast­filma í bíl hóps­ins og er það talið vera vís­bend­ing um að selja átti efn­in á Ibiza.

Spænsk­ir dóm­stól­ar hafa ákveðið að Íslend­ing­arn­ir fái að ganga laus­ir gegn trygg­ingu á meðan rann­sókn máls­ins stend­ur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert