Markaðir tóku kipp upp á við

Menn voru hæstánægðir á Wall Street.
Menn voru hæstánægðir á Wall Street. AFP/Timothy A. Clary

Virði hluta­bréfa á mörkuðum vest­an­hafs hækkuðu veru­lega í dag í kjöl­far þess að Banda­rík­in og Kína til­kynntu um veru­lega lækk­un tolla næstu 90 daga.

Dow Jo­nes-vísi­tal­an hækkaði um 1.160 punkta, eða um 2,8%, S&P 500 um 3,26% og Nas­daq um 4,35%.

Banda­ríska dag­blaðið Wall Street Journal grein­ir frá. 

Banda­rísk og kín­versk yf­ir­völd til­kynntu í morg­un að þau hefðu náð sam­komu­lagi um að draga tíma­bundið úr þeim íþyngj­andi toll­um sem rík­in hafa lagt hvort á annað í til­raun til að draga úr viðskipta­stríði ríkj­anna sem hef­ur ógnað þess­um tveim­ur stærstu hag­kerf­um heims.

Toll­arn­ir lækkaðir meira en gert var ráð fyr­ir

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu ríkj­anna kem­ur fram að þau muni fresta him­in­há­um toll­um í 90 daga til að skapa svig­rúm fyr­ir samn­ingaviðræður.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu munu Banda­rík­in lækka toll á kín­versk­um inn­flutn­ingi niður í 30 pró­sent úr nú­ver­andi 145 pró­sent­um, á meðan Kína mun lækka inn­flutn­ings­gjöld sín á banda­rísk­um vör­um niður í 10 pró­sent úr 125 pró­sent­um.

Sam­komu­lagið lækkaði tolla mun meira en marg­ir á Wall Street bjugg­ust við og einn grein­andi, Dan Ives frá Wed­bush Secu­rities, kallaði samn­ing­inn „bestu mögu­legu niður­stöðu“ fyr­ir fjár­festa í sam­tali við Wall Street Journal.

Goldm­an Sachs lækkaði lík­urn­ar á sam­drætti í Banda­ríkj­un­um úr 45% í 35% og hækkaði hag­vaxt­ar­spá sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert