Mikil hætta á hungursneyð á Gasa

Meðal annars er hveitisskortur á Gasaströndinni og grípa íbúar nú …
Meðal annars er hveitisskortur á Gasaströndinni og grípa íbúar nú til örþrifaráða til þess að geta framleitt brauð. AFP

Mik­il hætta er á því að hung­urs­neyð sé yf­ir­vof­andi á Gasa­strönd­inni að mati fæðuör­ygg­is­sér­fræðings á veg­um Sam­einuðu þjóðanna.

Ísra­el­ar hafa ekki hleypt hjálp­ar­gögn­um inn á Gasa síðastliðna tvo mánuði og hef­ur staðan í fæðuör­ygg­is­mál­um versnað veru­lega á þeim tíma.

Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að land­búnaður á Gasa sé að hruni kom­inn. Stofn­un­in hef­ur kallað eft­ir því að inn­flutn­ingstak­mörk­un­um verði hætt enda sé það nauðsyn­legt til þess að hægt sé að halda uppi mat­væla­fram­leiðslu á svæðinu.

„Fjöl­skyld­ur á Gasa­strönd­inni eru að svelta á sama tíma og mat­ur er til staðar á landa­mær­un­um við Ísra­el, ef bíða á eft­ir því að hung­urs­neyð skelli á áður en gripið er til aðgerða þá verður það of seint fyr­ir of margt fólk,“ seg­ir Cin­dy Mccain, fram­kvæmda­stjóri Mat­væla­áætl­un­ar Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert