Ríkið verður hluthafi í félaginu

Norska ríkið eignast 6,4 prósenta hlut í félaginu.
Norska ríkið eignast 6,4 prósenta hlut í félaginu. AFP

Norska ríkið verður hlut­hafi í Norweg­i­an með 6,4 pró­sent hluta­fjár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem barst norsku kaup­höll­inni í morg­un. NRK grein­ir frá þessu.

Veitti neyðarlán

Ríkið veitti flug­fé­lag­inu neyðarlán á tím­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og í stað þess að Norweg­i­an þurfi nú að end­ur­greiða allt lánið fær ríkið eign­ar­hlut.

Auk hluta­bréfa fær ríkið einnig end­ur­greitt helm­ing láns­ins sem nam 1,2 millj­örðum norskra króna. Það jafn­gild­ir um 15 millj­örðum ís­lenskra króna.

„Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti, þetta eru mjög góð viðskipti fyr­ir Norweg­i­an og við erum mjög ánægð með sam­starfið við ríkið í gegn­um tíðina,“ sagði Hans-Jør­gen Wi­bstad, fjár­mála­stjóri Norweigi­an, í sam­tali við NRK.

Þá kem­ur fram að það var Norweg­i­an sem óskaði eft­ir þess­ari lausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert