Þrír Íslendingar handteknir á Spáni

Hópurinn var á leið til eyjunnar Ibiza.
Hópurinn var á leið til eyjunnar Ibiza. Unsplash/Michael Tomlinson

Þrír Íslend­ing­ar voru hand­tekn­ir í bæn­um La Vila Joi­osa á Spáni í lok mars fyr­ir að reyna að smygla fíkni­efn­um til eyj­unn­ar Ibiza.

Spænski miðill­inn TodoAlican­te grein­ir frá þessu en í um­fjöll­un­inni kem­ur fram að Íslend­ing­arn­ir, tvær kon­ur og einn karl­maður, séu á aldr­in­um 24 - 48 ára. Þau voru hand­tek­in eft­ir að nokkr­ar teg­und­ir fíkni­efna fund­ust í bif­reið þeirra þegar þau reyndu að kom­ast með hana um borð í ferju til Ibiza.

Stressið kom upp um bíl­stjór­ann

Dóm­stóll á Spáni hef­ur fyr­ir­skipað að Íslend­ing­arn­ir þrír fái að ganga laus­ir gegn trygg­ingu.

Í um­fjöll­un TodoAlican­te kem­ur fram að bíl­stjóri bif­reiðar­inn­ar hafi greini­lega verið mjög tauga­óstyrk­ur þegar hann var stoppaður af lög­reglu á hraðbraut á La Mar­ina-svæðinu og sagst vera að flýta sér til að ná ferju til Ibiza.

Vegna þess­ar­ar grun­sam­legu hegðunar ákvað lög­regl­an að gera leit í bíln­um og kom í ljós að þar var að finna nokkr­ar glerkrukk­ur af marijú­ana, nokkra poka af kókaíni, hassi, metam­feta­míni og bláu dufti.

Þá fund­ust sömu­leiðis fíkni­efni fal­in í klæðnaði kvenn­anna tveggja en sam­tals var um að ræða meira en 485 grömm af fíkni­efn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert