Afnemur refsiaðgerðir gegn Sýrlandi

Trump tilkynnti þetta í heimsókn sinni í Sádí-Ar­ab­íu.
Trump tilkynnti þetta í heimsókn sinni í Sádí-Ar­ab­íu. AFP/Brandan Smialowski

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti fyrr í dag að hann hygðist láta af refsiaðgerðum gegn Sýr­landi. Stjórn­völd í Sýr­landi fagna ákvörðun­inni.

Trump er stadd­ur í Sádi-Ar­ab­íu í sinni fyrstu op­in­beru heim­sókn er­lend­is síðan hann tók við embætti á ný í janú­ar.

„Ég mun fyr­ir­skipa að hætt verði við refsiaðgerðir gegn Sýr­landi til að gefa þeim tæki­færi til að ná mikl­um ár­angri,“ sagði for­set­inn í ræðu í dag.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Sýr­lands fagnaði til­kynn­ingu Trumps og kallaði hana „vendipunkt fyr­ir sýr­lensku þjóðina.”

Fagnaðarlæti brutust út í Damaskus eftir að Trump tilkynnti um …
Fagnaðarlæti brut­ust út í Dam­askus eft­ir að Trump til­kynnti um ákvörðun sína. AFP/​Bakr Alka­sem

Refs­ing­arn­ar sett­ar á tím­um Assad

„Af­nám þess­ara refsiaðgerða býður upp á mik­il­vægt tæki­færi fyr­ir Sýr­land til að sækj­ast eft­ir stöðug­leika, sjálf­bærni og mark­tækri end­urupp­bygg­ingu þjóðar­inn­ar, und­ir for­ystu Sýr­lands og fyr­ir sýr­lensku þjóðina,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu sýr­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Síðan að Bash­ar al-Assad var steypt af stóli í des­em­ber hafi nýju ís­lömsku stjórn­völd­in í Sýr­landi hvatt vest­ræn ríki til að falla frá refsiaðgerðum, sem voru sett­ar á lagg­irn­ar í Assad.

„Þess­ar refsiaðgerðir voru sett­ar á fyrri stjórn­völd vegna glæpa sem þau frömdu, og þau stjórn­völd eru far­in,“ sagði Ah­med al-Sharaa, for­seti Sýr­lands, á blaðamanna­fundi með Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta í síðustu viku.

„Með því að fjar­lægja stjórn­völd­in þá ættu þess­ar refsiaðgerðir einnig að vera fjar­lægðar. Það er eng­in rétt­læt­ing fyr­ir því að viðhalda refsiaðgerðunum,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert