Patrick Spencer, þingmaður breska Íhaldsflokksins, var fyrr í dag ákærður fyrir kynferðisbrot.
Spencer er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi á klúbbi, sem hann er skráður félagi í. Eiga brotin að hafa átt sér stað í ágúst 2023.
Upplýsingafulltrúi Íhaldsflokksins hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Spencer hafi verið rekinn úr þingflokknum.
Spencer neitar sök í málinu en lögmaður hans hefur sagt að hann muni verjast ásökununum af fullum krafti í dómsal.
Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem breskur þingmaður er sakaður um kynferðisbrot en Dan Norris, þingmaður Verkamannaflokksins, var í aprílmánuði handtekinn grunaður um nauðgun gegn barni og barnsrán.