Breskur þingmaður ákærður fyrir kynferðisbrot

Patrick Spencer, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot …
Patrick Spencer, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. AFP

Pat­rick Spencer, þingmaður breska Íhalds­flokks­ins, var fyrr í dag ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot.

Spencer er ákærður fyr­ir að hafa beitt tvær kon­ur kyn­ferðis­legu of­beldi á klúbbi, sem hann er skráður fé­lagi í. Eiga brot­in að hafa átt sér stað í ág­úst 2023.

Upp­lýs­inga­full­trúi Íhalds­flokks­ins hef­ur gefið frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að Spencer hafi verið rek­inn úr þing­flokkn­um.

Spencer neit­ar sök í mál­inu en lögmaður hans hef­ur sagt að hann muni verj­ast ásök­un­un­um af full­um krafti í dómsal.

Þetta er í annað sinn á rúm­um mánuði sem bresk­ur þingmaður er sakaður um kyn­ferðis­brot en Dan Norr­is, þingmaður Verka­manna­flokks­ins, var í apr­íl­mánuði hand­tek­inn grunaður um nauðgun gegn barni og barns­rán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert