Darcula horfinn með öllu

Þessi maður er talinn vera Darcula, öðru nafni Yucheng C., …
Þessi maður er talinn vera Darcula, öðru nafni Yucheng C., arkitekt svikamyllunnar Magic Cat, forrits sem á sjö mánaða tímabili sölsaði undir sig viðkvæmar upplýsingar 884.000 greiðslukorta víða um heim. Þrír fjölmiðlar flettu ofan af starfseminni og hefur Töfrakötturinn nú lifað sitt níunda líf að því er sérfræðingar telja. Ljósmynd/Skjáskot/Skilríkjamynd/Telegram

Innsti kopp­ur í búri einn­ar um­fangs­mestu svika­myllu sem farið hef­ur um lýðnetið, Magic Cat, en sá kall­ar sig Darcula í sta­f­ræna veru­leik­an­um, virðist vera horf­inn með öllu og ná jafn­vel sam­starfs­menn í hans innsta hring engu sam­bandi við hann.

Í hinum veru­leik­an­um, þeim sem ekki bygg­ist á sí­fellt full­komn­ari ör­gjörv­um, er Darcula 24 ára gam­all Kín­verji að nafni Yucheng C, þetta af­hjúpuðu rík­is­út­vörp Nor­egs og Þýska­lands, NRK og  Bayer­ischer Rund­funk, ásamt franska stór­blaðinu Le Monde í maí, en aðferðafræði Magic Cat og höf­unda þess bygg­ir á því að dreifa for­riti sínu gegn­um sam­skiptamiðil­inn Tel­egram og ginna net­verja um gerv­alla heims­byggðina til að smella á hlekki sem gera þeim skrá­veifu eina og miska.

NRK náði sam­bandi við Darcula

Var það norska rík­is­út­varpið NRK sem fletti ofan af Töfra­kett­in­um ill­ræmda sem að meg­in­stefnu til beindi fólki inn á ginn­ing­arsíður sem virt­ust fals­leysið eitt en eft­ir að korta­upp­lýs­ing­ar voru gefn­ar þar upp var svika­hröpp­un­um það leik­ur einn að ná öll­um fjár­mun­um út af viðkom­andi korti áður en kort­hafi fær rönd við reist.

Í kjöl­far þess að frétta­menn NRK höfðu sam­band við Darcula net­leiðis birt­ist til­kynn­ing í lokuðum not­enda­hópi á Tel­egram um að nú væri ekki leng­ur unnt að kaupa ný not­enda­leyfi fyr­ir svika­myll­una Magic Cat. Frá þessu grein­ir netör­ygg­is­sér­fræðing­ur­inn Harri­son Sand, sem starfar fyr­ir tæknifyr­ir­tækið Mnemonic, í sam­tali við NRK.

Spá­ir Sand því að nú sé þess ekki langt að bíða að Magic Cat verði ónot­hæft með öllu, for­rit sem nýst hef­ur höf­und­um sín­um og leyf­is­höf­um til að svíkja óheyri­leg­ar fjár­hæðir út úr net­not­end­um um ára­bil, meðal ann­ars í Nor­egi þar sem NRK hef­ur haft uppi á nokkr­um fórn­ar­lömb­um þótt upp­hæðirn­ar í þeirra til­fell­um séu ekki svim­andi miðað við aðra heims­hluta og fjöl­menn­ari lönd.

884.000 kort á sjö mánuðum

„Not­enda­leyfi fyr­ir Magic Cat eru vana­lega gef­in út fyr­ir viku eða mánuð í senn,“ út­skýr­ir Sand fyr­ir NRK, „án mögu­leika á kaup­um nýrra leyfa verður notk­un for­rits­ins úti­lokuð,“ en fyr­ir­tæki hans, Mnemonic, átti einna stærst­an þátt í því að af­hjúpa Magic Cat-svika­myll­una.

For­ritið leit dags­ins ljós árið 2023 og síðan hafa hundruð svindlara nýtt það í sína þágu til að verða sér úti um illa fengið fé. Sam­kvæmt þeim gögn­um sem NRK hef­ur viðað að sér komust óprúttn­ir aðilar yfir upp­lýs­ing­ar 884.000 greiðslu­korta um gerv­alla heims­byggðina á sjö mánaða tíma­bili og reynd­ust þar af 19.000 kort vera norsk.

Meðal þess sem fjöl­miðlarn­ir þrír beittu fyr­ir sig við rann­sókn sína var að hafa, und­ir fölsku flaggi, sam­band við fjölda Tel­egram-not­enda er tengd­ust Magic Cat og spyrja þá hvort þjón­usta þeirra væri til sölu.

„Stjór­inn er horf­inn“

Einn svar­enda var x66 sem frétta­menn NRK þekktu reynd­ar af öðrum vett­vangi þar sem þeir höfðu setið hjá hon­um svind­l­nám­skeið er þeir síðar greindu frá í frétt­um sín­um. Staðfesti x66, ásamt öðrum aðila sem NRK ræddi við, að Magic Cat hefði lagt þjón­ustu sína niður.

„Stjór­inn er horf­inn og eng­in leið að ná sam­bandi við hann,“ sagði x66 við NRK og átti þar við kín­verska höfuðpaur­inn Darcula, öðru nafni Yucheng C., sem óvíst er að nokkru sinni verði dreg­inn til ábyrgðar fyr­ir af­brot sín enda sem leit að nál­inni í hey­stakkn­um að finna nær nafn­laus­an og að mestu sta­f­ræn­an kín­versk­an tölvuþrjót úti á götu inn­an um sauðsvart­an pupu­l­inn.

NRK

NRK-II (um­fangs­mik­il af­hjúp­un miðlanna þriggja)

For­bes

Le Monde (á frönsku)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert