Sænskir skemmtistaðir kærðir fyrir kynþáttamismunun

Sænska höfuðborgin Stokkhólmur þykir mörgum fögur, sumir segja hana einu …
Sænska höfuðborgin Stokkhólmur þykir mörgum fögur, sumir segja hana einu norrænu höfuðborgina sem kalla megi notalega yfir háveturinn. Skemmtistaðir í borginni sæta nú lögreglukæru fyrir kynþáttamismunun. Ljósmynd/Wikipedia.org/David Gubler

Afr­ísk-sænsku lands­sam­tök­in í Svíþjóð, Afrosvensk­arn­as Riksorg­an­isati­on eins og þau kall­ast upp á sænsku, hafa kært sex skemmti­staði í höfuðborg­inni Stokk­hólmi til lög­reglu fyr­ir að mis­muna gest­um sín­um á grund­velli kynþátt­ar í kjöl­far út­tekt­ar sænska dag­blaðsins Aft­on­bla­det á mis­mun­un af því tag­inu.

Leiddi rann­sókn blaðsins, sem að hluta fór fram með fulltingi fal­inna mynda­véla blaðamanna á vett­vangi, í ljós fjölda at­vika sem Kitimbwa Sa­buni formaður lands­sam­tak­anna seg­ir í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT að feli í sér öll þau sönn­un­ar­gögn sem geti orðið grund­völl­ur dóms­máls á hend­ur eig­end­um staðanna.

Ein af upp­tök­um rann­sak­enda Aft­on­bla­det sýn­ir til dæm­is svo ekki verður um villst hvernig tveir hóp­ar, í öðrum þeirra þrjú hvít ung­menni en þrjú þeldökk í hinum, njóta ólíks bein­leika gest­gjafa næt­ur­lífs Stokk­hólms. Sýna upp­tök­ur blaðsins svart á hvítu, bók­staf­lega, hvernig hvítu þre­menn­ing­un­um er hleypt inn á sjö af átta stöðum á meðan þeim svörtu er vísað frá í sama hlut­falli og ekki hleypt inn á sjö af átta stöðum.

Eygja von um breytta tíma

Í um­fjöll­un sinni taka rit­ar­ar dag­blaðsins það fram að hér sé ekk­ert ný­virki á ferð, þvert á móti hafi 88 kvört­un­um verið beint til umboðsmanns jafn­rétt­is­mála í Svíþjóð síðastliðin fimm ár yfir mis­mun­un skemmti­staða gagn­vart borg­ur­un­um. Eng­in þeirra hef­ur að sögn blaðsins leitt til nokk­urra aðgerða op­in­berra aðila á þess­um vett­vangi, en nú telja Afr­ísk-sænsku lands­sam­tök­in sig eygja von um breytta tíma í krafti mynd­skeiða Aft­on­bla­det.

Bein­ast kær­ur sam­tak­anna að stöðunum Berns, Södra Tea­tern, Hyde, Gold­en Hits, Noxx og Kristal í höfuðborg­inni.

Sa­buni formaður er þeirr­ar skoðunar að rann­sókn Aft­on­bla­det sýni glöggt þá kerf­is­bundnu kynþáttam­is­mun­un sem viðgang­ist í sænsku sam­fé­lagi og kveður sam­tök­in með lög­reglukær­unni von­ast til þess að breyt­ing­ar megi verða í þá átt að kynþátta­hat­ur í sænsku næt­ur­lífi verði í framtíðinni knúið til kyrrðar.

Litið al­var­leg­um aug­um

„Sú breyt­ing næst ekki ein­göngu fyr­ir til­stuðlan dóms­máls. Hér þarf að setja það for­dæmi að sam­fé­lagið krefj­ist þess að ætli ein­hver sér að hafa rekstr­ar­leyfi og vín­veit­inga­leyfi dugi hon­um ekki að mis­muna fólki,“ seg­ir Sa­buni að lok­um.

Í svari við skrif­legri fyr­ir­spurn SVT seg­ir talsmaður Södra Tea­tern að hvers kyns kynþátta­stefna sé lit­in al­var­leg­um aug­um þar á staðnum sem sett hafi sér þá stefnu að eng­um skuli synja um aðgang að staðnum á grund­velli kyn­ferðis, bak­grunns, kynþátt­ar, kyn­hneigðar eða trú­ar.

„Í ljósi um­fjöll­un­ar Aft­on­bla­det höf­um við farið gaum­gæfi­lega yfir verk­ferla okk­ar til þess að full­vissa okk­ur um að stefnu staðar­ins sé fylgt í hví­vetna,“ seg­ir að lok­um í svari Södra Tea­tern.

Hvað sem því líður fer lög­reglukæra Afr­ísk-sænsku lands­sam­tak­anna nú sína leið í kerf­inu í kjöl­far um­fjöll­un­ar Aft­on­bla­det og ræðst á efsta degi hvort staðirn­ir sex í sænsku höfuðborg­inni hafi gerst sek­ir um refsi­verða kynþátta­stefnu í rekstri sín­um.

SVT

Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert