Minnismerki frá íslenskum rithöfundi í Himalajafjöllum

00:00
00:00

Hóp­ur vís­inda­manna setti í gær upp minn­is­merki við Yala-jök­ul í Himalaja­fjöll­um, 5.000 metra yfir sjáv­ar­máli, með áletruðum texta eft­ir ís­lenska rit­höf­und­inn Andra Snæ Magna­son.

Fleiri en fimm­tíu manns, þar með tald­ir búdda­munk­ar og jökla­sér­fræðing­ar frá Bút­an, Kína, Indlandi og Nepal, komu sam­an við fal­lega at­höfn á veg­um alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar ICIMOD (The In­ternati­onal Centre for In­tegra­ted Mountain Develop­ment) í gær þar sem fram fór búd­dísk at­höfn, vís­inda­menn fóru með ræður og af­hjúpuð voru tvö minn­is­merki úr granít sem lögð voru við ræt­ur jök­uls­ins þar sem hann stend­ur í dag.

Auk þess að vera til minn­ing­ar um jök­ul­inn eru minn­is­merk­in áminn­ing um 54.000 aðra jökla í Himalaja­fjöll­un­um sem eru óðum að hverfa, en þeir eru vatns­forðabúr fyr­ir um millj­arð jarðarbúa.

Fleiri en fimmtíu manns komu saman við fallega athöfn þar …
Fleiri en fimm­tíu manns komu sam­an við fal­lega at­höfn þar sem fram fór búd­dísk at­höfn, vís­inda­menn fóru með ræður og minn­is­merk­in sjálf voru af­hjúpuð. ICIMOD/​Jit­endra Raj Bajracharya

„Skila­boð til framtíðar­inn­ar“

Skila­boð frá tveim­ur heimsþekkt­um rit­höf­und­um eru áletruð á sitt­hvort minn­is­merkið, ann­ars veg­ar frá Andra Snæ Magna­syni og hins veg­ar nepalsk-kanadíska höf­und­in­um Manjushree Thapa, og gáfu þau bæði vinnu sína til styrkt­ar lofts­lagsaðgerðum.

„Skila­boð til framtíðar­inn­ar: Yala-jök­ull­inn er einn af 54.000 jökl­um Hindu Kush Himalaja-fjöll­un­um, en gert er ráð fyr­ir að flest­ir þeirra hverfi á þess­ari öld sök­um lofts­lags­breyt­inga. Þetta minn­is­merki er til að viður­kenna að við vit­um hvað er að eiga sér stað og hvað þarf að gera. Aðeins þið vitið hvort við höf­um gert það. Maí 2025 456ppm CO2,“ seg­ir í áletr­un Andra.

„Yala, þar sem guðina dreym­ir í fjalla­hæðum, þar sem kuld­inn er ynd­is­leg­ur. Þá dreym­ir um líf í steini, botn­falli og snjó, í eyðilegg­ingu íss og jarðar, í laug­um af bráðnuðum ís á lit­inn eins og him­inn­inn. Dreym­ir. Þá dreym­ir um jök­ul og siðmenn­ingu fyr­ir neðan. Heil líf­ríki: okk­ar eigið viður­væri. Um­hverfið. Og allt sem við þekkj­um og allt sem við elsk­um,“ seg­ir í áletr­un Thapa.

Skilaboð frá tveimur heimsþekktum rithöfundum eru áletruð á sitthvort minnismerkið, …
Skila­boð frá tveim­ur heimsþekkt­um rit­höf­und­um eru áletruð á sitt­hvort minn­is­merkið, ann­ars veg­ar frá Andra Snæ Magna­syni og hins veg­ar nepalsk-kanadíska höf­und­in­um Manjushree Thapa, og gáfu þau bæði vinnu sína til styrkt­ar lofts­lagsaðgerðum. ICIMOD/​Jit­endra Raj Bajracharya

Yala-jök­ull­inn hef­ur minnkað um 66% og hopað um 784 metra síðan hann var fyrst mæld­ur um 1970. Áætlað er að Yala verði með fyrstu jökl­um Nepal til að hverfa að fullu.

Jök­ull­inn er sá fyrsti í Asíu og sá þriðji á heimsvísu til að bera eig­in út­gáfu af þess­um skila­boðum frá Andra. Skila­boð frá hon­um er einnig að finna þar sem jök­ull­inn Ok var, hér á Íslandi, og þar sem Ayoloco-jök­ull­inn var í Mexí­kó, en at­hafn­ir fóru þar fram á ár­un­um 2019 og 2021.

Álíka at­hafn­ir hafa farið fram fyr­ir Pizol-jök­ul­inn í Sviss árið 2019, Clark-jök­ul­inn í Or­egon í Banda­ríkj­un­um árið 2020 og Basod­ino-jök­ul­inn í Sviss árið 2021.

Álíka athafnir hafa farið fram fyrir jökullinn Ok á Íslandi …
Álíka at­hafn­ir hafa farið fram fyr­ir jök­ull­inn Ok á Íslandi árið 2019, Pizol-jök­ul­inn í Sviss árið 2019, Clark-jök­ul­inn í Or­egon í Banda­ríkj­un­um árið 2020, Ayoloco-jök­ul­inn í Mexí­kó og Basod­ino-jök­ul­inn í Sviss árið 2021. ICIMOD/​Jit­endra Raj Bajracharya

Jökl­ar heims­ins „líflín­ur okk­ar“

Um 100 jökla­fræðing­ar hafa fengið þjálf­un á Yala-jökl­in­um síðan ICIMOD hóf þjálf­un­ar­ferðir á jök­ul­inn um 2011 en hann hef­ur verið nýtt­ur sem rann­sókn­ar­svæði í um 50 ár.

Rúm­lega níu bill­jón tonn af ís hafa bráðnað frá því um 1975, en það jafn­ast á við 2,72 metra þykka ís­hellu á stærð við Ind­land.

„Ég er að von­ast til þess að við get­um gert fleira fólki viðvart, og deilt því sem við höf­um lært og upp­lifað á því að fylgj­ast með jökl­in­um, sér­stak­lega með þeim sem ekki geta komið hingað og séð þetta sjálf­ir, og sýnt þeim að þessi og aðrir jökl­ar heims­ins eru líflín­ur okk­ar,“ seg­ir Sharad Pra­sad Jos­hi, sér­fræðing­ur hjá ICIMOD.

Rúmlega níu billjón tonn af ís hafa bráðnað frá því …
Rúm­lega níu bill­jón tonn af ís hafa bráðnað frá því um 1975, en það jafn­ast á við 2,72 metra þykka ís­hellu á stærð við Ind­land. ICIMOD/​Jit­endra Raj Bajracharya
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka