ESB skorti gagnsæi

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er í vandræðum …
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er í vandræðum vegna smáskilaboða. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hefði átt að af­henda blaðamönn­um New York Times smá­skila­boð sem fóru á milli Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, og Al­bert Bourla, for­stjóra lyfjaris­ans Pfizer.

Evr­ópu­dóm­stóll­inn í Lúx­em­borg, dóm­stóll ESB, komst að þess­ari niður­stöðu nú í morg­un.

Sam­skipti von der Leyen og Bourla fóru fram í lok árs 2020 og vörðuðu kaup ESB á COVID-19 bólu­efni Pfizer. Fram­kvæmda­stjórn­in taldi skila­boðin ekki inni­halda mik­il­væg mál­efni og hélt því jafn­framt fram að skila­boðunum hefði þegar verið eytt.

Evr­ópu­dóm­stóll­inn taldi hins veg­ar að rök­semd­ir fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar væru ekki nægi­lega sann­fær­andi og því hefðu blaðamenn New York Times átt rétt á því að fá skila­boðin af­hent.

Næstu skref óljós

Ekki er ljóst hvort fram­kvæmda­stjórn­in muni af­henda skila­boðin í ljósi þess að ekki er víst hvort að þeim hafi verið eytt eður ei.

Fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur þó gefið frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að ný ákvörðun verði brátt tek­in þar sem rök­stuðning­ur mun vera ít­ar­legri.

New York Times hef­ur einnig gefið frá sér yf­ir­lýs­ingu en þar seg­ir að gagn­sæið hafi sigrað og að fram­kvæmda­stjórn­in þurfi nú að axla ábyrgð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert