Handtekinn fyrir að skipuleggja skotárás

Sá ákærði var handekinn í Michigan í Bandaríkjunum.
Sá ákærði var handekinn í Michigan í Bandaríkjunum. AFP

Fyrr­ver­andi liðsmaður banda­ríska þjóðvarðarliðsins hef­ur verið hand­tek­inn fyr­ir að hafa skipu­lagt skotárás á her­stöð í Michigan í nafni Íslamska rík­is­ins. Þetta til­kynnti dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna í dag.

Amm­ar Abdulmajid-Mohamed Said, sem er 19 ára og frá Michigan-ríki, hef­ur verið ákærður fyr­ir að reyna að láta hryðju­verka­sam­tök­un­um Íslamska rík­inu í té gögn um sprengi­búnað.

Sue Bai, yf­ir­maður þjóðarör­ygg­is­deild­ar dóms­málaráðuneyt­is­ins, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að Said sé „ákærður fyr­ir að skipu­leggja mann­skæða árás á banda­ríska her­stöð fyr­ir Íslamska ríkið.“

Sam­verka­menn­irn­ir reynd­ust vera lög­reglu­menn

Said er sagður hafa ráðið tvo sam­verka­menn til að fremja skotárás á Tank-Automoti­ve and Arma­ments Command-aðstöðu (TACOM) banda­ríska hers­ins í War­ren í Michigan. Menn­irn­ir hafi reynst vera leyni­lög­reglu­menn í verk­efni.

Said á að hafa út­vegað skot­færi og flogið dróna yfir svæðið til að und­ir­búa árás­ina.

Hann var hand­tek­inn á þriðju­dag, á áætluðum degi árás­ar­inn­ar að sögn dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Said á yfir höfði sér lang­an fang­els­is­dóm, en há­marks­refs­ing fyr­ir hvert brot sem hann er ákærður fyr­ir er 20 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert