Kennsluvél japanska hersins hrapaði

T-4 kennsluvél hrapaði í Japan í morgun.
T-4 kennsluvél hrapaði í Japan í morgun. AFP/Kazuhiro Nogi

Kennslu­vél á veg­um jap­anska hers­ins hrapaði ná­lægt vatni þar í landi skömmu eft­ir flug­tak í dag. Tveir voru um borð í vél­inni.

Vél­in er af gerðinni T-4 og til­heyr­ir hún jap­anska flug­hern­um. Hrapaði hún klukk­an sex í morg­un, en ekki er enn ljóst hver or­sök at­viks­ins eru. „Við vit­um ekk­ert hvað olli því að flug­vél­in hrapaði, en við mun­um halda áfram að gera okk­ar allra besta til að bjarga manns­líf­um,” sagði Gen Nakat­ani varn­ar­málaráðherra Jap­ans.

Flug­vél­in var á flugi í kring­um Iruka-vatnið norður af borg­inni Nagoya og um 250 km vest­ur af höfuðborg­inni Tókíó. Talið er lík­legt að vél­in hafi lent í vatn­inu. Sjá má olíu­brák á yf­ir­borði vatns­ins ásamt því sem virt­ist vera brak úr vél­inni.

Björgunaraðilar á vettvangi.
Björg­un­araðilar á vett­vangi. AFP/​Jiji press

T-4 tek­ur tvo farþega og er vél­in fram­leidd í Jap­an. Hún er tal­in vera mjög áreiðan­leg.

Japönsk yf­ir­völd segj­ast ekki tjá sig frek­ar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert