Kennsluvél á vegum japanska hersins hrapaði nálægt vatni þar í landi skömmu eftir flugtak í dag. Tveir voru um borð í vélinni.
Vélin er af gerðinni T-4 og tilheyrir hún japanska flughernum. Hrapaði hún klukkan sex í morgun, en ekki er enn ljóst hver orsök atviksins eru. „Við vitum ekkert hvað olli því að flugvélin hrapaði, en við munum halda áfram að gera okkar allra besta til að bjarga mannslífum,” sagði Gen Nakatani varnarmálaráðherra Japans.
Flugvélin var á flugi í kringum Iruka-vatnið norður af borginni Nagoya og um 250 km vestur af höfuðborginni Tókíó. Talið er líklegt að vélin hafi lent í vatninu. Sjá má olíubrák á yfirborði vatnsins ásamt því sem virtist vera brak úr vélinni.
T-4 tekur tvo farþega og er vélin framleidd í Japan. Hún er talin vera mjög áreiðanleg.
Japönsk yfirvöld segjast ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.