Pútín mætir ekki

Vladimír Pútín er ekki á nafnalista rússnesku sendinefndarinnar sem mætir …
Vladimír Pútín er ekki á nafnalista rússnesku sendinefndarinnar sem mætir til viðræðna við Úkraínu í Istanbúl í Tyrklandi á morgun. AFP

Nafn Vla­dimírs Pútíns for­seta Rúss­lands er ekki á lista yfir nöfn rúss­nesku sendi­nefnd­ar­inn­ar sem kem­ur til viðræðna í Ist­an­búl í Tyrklandi á morg­un.

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu mæt­ir til viðræðnanna og sagðist vera til­bú­inn til að hitta Pútín og ræða um stríðslok í Úkraínu.

Í sendi­nefnd Rússa eru lágtsett­ir diplómat­ar. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurn­ar í meira en þrjú ár þar sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn koma beint að borðinu.

Stjórn­völd í Rússlandi hafa síðustu daga neitað að gefa upp hvort for­set­inn myndi mæta til viðræðnanna, en sér­fræðing­ar hafa talið ólík­legt að hann myndi mæta.

Lavr­ov ekki held­ur vænt­an­leg­ur

Af nafna­list­an­um að dæma verður því að telj­ast ólík­legt að Pútín mæti til viðræðnanna.

Fyr­ir sendi­nefnd­inni fer nafni Pútíns og ráðgjafi, Vla­dimír Med­in­skí. Hann hef­ur áður gegnt embætti menn­ing­ar­málaráðherra Rúss­lands og tók þátt í friðarum­leit­un­um árið 2022.

Ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, Ser­gei Lavr­ov, verður ekki í Ist­an­búl á morg­un, og ekki held­ur Júrí Úsja­kov, ráðgjafi Pútíns í ut­an­rík­is­mál­um.

Vladimír Medinskí er aðalsamningamaður Rússa í viðræðunum á morgun.
Vla­dimír Med­in­skí er aðal­samn­ingamaður Rússa í viðræðunum á morg­un. AFP

Trump vildi koma ef Pútín kæmi

Selenskí hef­ur sagt að mæti Pútín ekki til viðræðna í Ist­an­búl sé það skýrt merki um að hann hafi ekki raun­veru­leg­an áhuga á friði. „Ég er að bíða eft­ir því að sjá hverj­ir koma frá Rússlandi. Þá mun ég ákveða hver næstu skref Úkraínu verða,“ sagði Selenskí í dag.

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna hef­ur ekki látið viðræðurn­ar fram hjá sér fara og sagði fyrr í dag að hann gæti vel hugsað sér að mæta til Ist­an­búl ef Pútín legði leið sína þangað.

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Marco Ru­bio, er svo vænt­an­leg­ur til borg­ar­inn­ar á föstu­dag. Er bú­ist við því að hann taki þátt í hluta viðræðnanna.

Sergei Lavrov (t.v.) og Júrí Úsjakov (t.h.) verða ekki í …
Ser­gei Lavr­ov (t.v.) og Júrí Úsja­kov (t.h.) verða ekki í Ist­an­búl á morg­un. AFP/​Al­ex­and­er Nemenov
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert