Að minnsta kosti 21 lét lífið í þriggja bíla árekstri sem varð á þjóðveginum milli Cuacnopalan og Oaxaca í Puebla-fylki í Mexíkó.
BBC greinir frá. Að sögn Samuel Aguilar Pala, embættismanns á staðnum, létust 18 á vettvangi og þrír á sjúkrahúsi. Nokkrir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús.
Staðarmiðlar greina frá því að tankbíll, rútubifreið og sendibíll hafi skollið saman og að sögn mexíkóska dagblaðsins La Jornanda átti slysið sér stað þegar sementflutningabíll tók fram úr sendibílnum með þeim afleiðingum að flutningabíllinn skall á rútu áður en hann valt niður gil.