Á þriðja tug lét lífið í þriggja bíla árekstri

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Ljósmynd/X

Að minnsta kosti 21 lét lífið í þriggja bíla árekstri sem varð á þjóðveg­in­um milli Cuacnopal­an og Oaxaca í Pu­ebla-fylki í Mexí­kó.

BBC grein­ir frá. Að sögn Samu­el Aguil­ar Pala, emb­ætt­is­manns á staðnum, lét­ust 18 á vett­vangi og þrír á sjúkra­húsi. Nokkr­ir voru flutt­ir slasaðir á sjúkra­hús.

Staðarmiðlar greina frá því að tankbíll, rútu­bif­reið og sendi­bíll hafi skollið sam­an og að sögn mexí­kóska dag­blaðsins La Jorn­anda átti slysið sér stað þegar sement­flutn­inga­bíll tók fram úr sendi­bíln­um með þeim af­leiðing­um að flutn­inga­bíll­inn skall á rútu áður en hann valt niður gil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert