Prestur handtekinn vegna gruns um vörslu á barnaklámi

Ítalskur sóknarprestur í bænum Castelcovati, vestur af Brescia á norður …
Ítalskur sóknarprestur í bænum Castelcovati, vestur af Brescia á norður Ítalíu situr í stofufangelsi eftir að hafa verið handtekinn á grun um vörslu á barnaklámi. Ljósmynd/Colourbox

Ítalsk­ur prest­ur hef­ur verið hand­tek­inn á grun um að hafa í vörsl­um sín­um mynd­efni sem sýn­ir börn á klám­feng­inn hátt. Hann er nú í stofufang­elsi.

Prest­ur­inn starfaði sem sókn­ar­prest­ur í bæn­um Ca­stelcovati, vest­ur af Brescia á norður Ítal­íu. Bisk­ups­dæmið hef­ur nú gefið út til­kynn­ingu þess efn­is að hann hafi verið lát­inn fara og að um sé ekki að ræða börn inn­an sókn­ar­inn­ar.

Þetta er annað hneykslis­málið sem upp kem­ur í bisk­ups­dæm­inu á stutt­um tíma en fyr­ir mánuði síðan var prest­ur­inn Ciro Panig­ara hand­tek­inn á grun um kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um. Var hann ákærður fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um á aldr­in­um 10 til 12 ára í tveim­ur sókn­ar­fé­lög­um á milli Míl­an og Verona.

Fundu 1.500 mynd­ir og mynd­bönd í síma prests­ins

„Glæp­ur­inn sem hann mun þurfa að svara fyr­ir hef­ur að gera með vörslu á barnaklámi, glæp­ur sem sótt­ur er af dóm­stól­um og einnig af kirkj­unni,“ sagði Adriano Bianchi, talsmaður bisk­ups­dæm­is­ins, í yf­ir­lýs­ingu.

„Um er ekki að ræða börn inn­an sókn­ar­inn­ar og hann hef­ur ekki hagað sér á óviðeig­andi hátt gagn­vart fólki sem hon­um var falið að ann­ast í starfi sínu.“

Seg­ir einnig í yf­ir­lýs­ing­unni að glæpi gegn börn­um megi ekki van­meta, líta hjá eða verða án refs­ing­ar, „sér­stak­lega ef prest­ur á í hlut“.

Form­leg rann­sókn inn­an kirkj­unn­ar mun fara fram en sem stend­ur hef­ur áhersla bisk­ups­dæm­is­ins verið lögð á að styðja við rann­sókn lög­reglu, sem hef­ur fundið um 1.500 klám­fengn­ar mynd­ir og mynd­bönd af börn­um í síma prests­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert