Rússar ráðast á Selenskí

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti lenti í borginni Ankara í Tyrklandi í …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti lenti í borginni Ankara í Tyrklandi í morgun. AFP

Spenna á milli Rúss­lands og Úkraínu virðist vera að aukast rétt fyr­ir mögu­leg­ar friðarviðræður milli land­anna í Tyrklandi. Hörð um­mæli hafa fallið í morg­un.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti lenti í borg­inni An­kara í Tyrklandi fyrr í morg­un þar sem hann mun funda með Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta og ákveða næstu skref varðandi friðarviðræðurn­ar í Ist­an­búl.

Nefnd með óljóst umboð

Ljóst er að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti mun ekki mæta til viðræðna en sendi­nefnd Rússa er sögð standa af lægra sett­um er­ind­rek­um.

Í sam­tali við blaðamenn í An­kara fyrr í morg­un gagn­rýndi Selenskí sendi­nefnd­ina og sagðist hon­um finn­ast sem Rúss­land hafi sent nefnd sem mögu­lega væri ekki með umboð til þess að taka nokkr­ar ákv­arðanir sjálf í viðræðunum.

Jafn­framt sagði hann úkraínsku sendi­nefnd­ina vera á „hæsta stigi“ og að hún myndi nú ákveða næstu skref eft­ir fund með Er­dog­an.

Seg­ir Selenskí aumk­un­ar­verðan

Rúss­ar voru fljót­ir að svara um­mæl­um Selenskís.

Talsmaður rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, María Zak­harova, sagði um­mæli Úkraínu­for­set­ans gefa til kynna að hann væri „trúður“ og „lúser“ sem hefði „enga mennt­un.“

Þá kallaði Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, Selenskí „aumk­un­ar­verðan ein­stak­ling“ fyr­ir að hafa kraf­ist þess að Pútín kæmi per­sónu­lega til viðræðnanna fyrr í vik­unni.

Þá ber þess að geta að varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands til­kynnti í morg­un að Rúss­land hefði her­tekið tvö þorp í aust­ur­hluta Úkraínu.

Um er að ræða þorp­in Torskoye og Novooleks­andri­vka í Do­netsk-héraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert