Selenskí til Tyrklands: Næstu skref óákveðin

Selenskí hefur sagt að ef Pútín myndi ekki mæta til …
Selenskí hefur sagt að ef Pútín myndi ekki mæta til friðarviðræðna í Istanbúl væri það skýrt merki að hann hefði ekki raunverulegan áhuga á friði. Samsett mynd AFP

Volodimír Selenskí hef­ur lagt af stað til Tyrk­lands þar sem hann mun hitta Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta og ákveða næstu skref varðandi friðarviðræður við Rússa. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ekki úti­lokað komu sína.

Trump tjáði fjöl­miðlum í gær að hann gæti vel hugsað sér að fara til Tyrk­lands ef Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti myndi leggja leið sína þangað. Hef­ur nú verið greint frá að Pútín muni ekki láta sjá sig í viðræðunum sem eiga að fara fram í Ist­an­búl.

Hef­ur verið greint frá því að í sendi­nefnd Rússa í Ist­an­búl verði lágtsett­ir diplómat­ar. 

Ekki hissa á fjar­veru Pútíns

„Ef eitt­hvað myndi ger­ast, þá færi ég á föstu­dag­inn, ef það væri viðeig­andi,“ sagði Trump við blaðamenn í Kat­ar í morg­un, en Banda­ríkja­for­set­inn er þar stadd­ur í heim­sókn.

Þá sagðist hann jafn­framt ekki vera hissa á fjar­veru Pútíns:

„Af hverju ætti hann að fara ef ég fer ekki?“

„Eins og að taka nammi frá barni“

Þrátt fyr­ir batn­andi sam­skipti á milli Banda­ríkj­anna og Úkraínu talaði Trump enn einu sinni um úkraínska koll­ega sinn Selenskí, sem vann náið með fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, Joe Biden, að því að tryggja millj­arða banda­ríkja­dala í hernaðaraðstoð fyr­ir Úkraínu.

„Ég held að hann sé kannski besti sölumaður sög­unn­ar,“ sagði Trump um Selenskí og benti jafn­framt á hvernig Trump-stjórn­in hefði skorið niður aðstoð til lands­ins.

„Það var svo auðvelt, eins og að taka nammi frá barni.“

Næstu skref ákveðin í Tyrklandi

Að sögn hátt­setts úkraínsks emb­ætt­is­manns hef­ur Selenskí nú lagt af stað til borg­ar­inn­ar An­kara í Tyrklandi, þar sem hann mun hitta Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta.

Þar verða síðan ákveðin næstu skref í friðarviðræðunum við Rúss­land.

Hef­ur Selenskí áður sagt að ef Pútín myndi ekki mæta til viðræðna í Ist­an­búl sé það skýrt merki um að hann hafi ekki raun­veru­leg­an áhuga á friði.

Þetta eru fyrstu friðarviðræðurn­ar í meira en þrjú ár þar sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn myndu koma beint að borðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert