Fólk bólusett gegn lekanda í fyrsta sinn

Bóluefnið gegn lekanda er í raun bóluefni gegn heilahimnubólgu.
Bóluefnið gegn lekanda er í raun bóluefni gegn heilahimnubólgu. AFP

Eng­land verður í ág­úst fyrst landa til þess að bólu­setja fólk gegn lek­anda. Sam­kyn­hneigðir- og tví­kyn­hneigðir karl­menn sem hafa átt marga ból­fé­laga eða hafa áður greinst með kyn­sjúk­dóma fá for­gang í bólu­setn­ing­una, að því er kem­ur fram í frétt breska rík­is­út­varps­ins.

Heil­brigðis­stofn­un Eng­lands bind­ur von­ir við að bólu­efni gegn lek­anda muni fækka þeim sem smit­ast af lek­anda en þeir hafa ekki verið fleiri síðan árið 1918. Árið 2023 voru 85.000 til­felli af lek­anda greind á Englandi. Ef bólu­efnið verður notað eins mikið og von­ir standa til gæti það komið í veg fyr­ir 100.000 smit.

Bólu­efnið var ekki þróað gegn lek­anda, held­ur er það í raun bólu­efni gegn heila­himnu­bólgu. Bakt­erí­urn­ar sem valda þess­um tveim­ur sjúk­dóm­um eru ná­skyld­ar og kem­ur bólu­efnið gegn heila­himnu­bólgu í veg fyr­ir þriðjung smita af lek­anda.

Þrátt fyr­ir að bólu­efnið komi ekki í veg fyr­ir smit í öll­um til­vik­um gæti það haft mik­il áhrif á út­breiðslu sjúk­dóms­ins. Bakt­erí­an sem veld­ur lek­anda er stöðugt að þró­ast svo sí­fellt verður erfiðara að meðhöndla sjúk­dóm­inn. Lækn­ar hafa lýst yfir áhyggj­um yfir því að lek­andi verði einn dag­inn ólækn­andi.

Lek­andi er kyn­sjúk­dóm­ur sem tek­ur sér ból­festu í slím­húð kyn­færa, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Ein­kenni koma yf­ir­leitt fram ein­um til sjö dög­um eft­ir smit en smitaður ein­stak­ling­ur get­ur verið ein­kenna­laus. Sjúk­dóm­ur­inn smit­ast við óvar­in kyn­mök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert