Starmer segir atvikið hræðilegt

Starmer segir hug sinn hjá þeim sem særðust.
Starmer segir hug sinn hjá þeim sem særðust. AFP

Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands seg­ir hug sinn hjá þeim sem særðust er bíl var ekið á sig­ur­göngu stuðnings­manna knatt­spyrnuliðsins Li­verpool.

„Ég vil þakka lög­regl­unni og viðbragðsaðilum fyr­ir skjót viðbrögð og þá vinnu sem stend­ur enn yfir út af þessu hræðilega at­viki.“

Hann seg­ir lög­regl­una halda sér vel upp­lýst­um um gang mála.

Bresk­ur maður á sex­tugs­aldri hef­ur verið hand­tek­inn. Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hversu marg­ir eru særðir eða hvort ein­hver sé lát­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert