Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands segir hug sinn hjá þeim sem særðust er bíl var ekið á sigurgöngu stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool.
„Ég vil þakka lögreglunni og viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð og þá vinnu sem stendur enn yfir út af þessu hræðilega atviki.“
Hann segir lögregluna halda sér vel upplýstum um gang mála.
Breskur maður á sextugsaldri hefur verið handtekinn. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir eru særðir eða hvort einhver sé látinn.