Frumgerð SpaceX af geimfarinu Starship sprakk yfir Indlandshafi í nótt eftir um 45 mínútna flugferð.
Geimflauginni var skotið á loft í Texas-ríki í Bandaríkjunum klukkan 23.36 í gærkvöldi að íslenskum tíma og átti að lenda 66 mínútum síðar í sjónum við vesturströnd Ástralíu.
Hún var í tveimur hlutum en neðri hlutinn heitir „Super Heavy Booster“ og var eins konar eldflaugakerfi til þess að skjóta geimfarinu á loft.
Neðri hlutinn sprakk í stað þess að framkvæma áætlaða lendingu í Mexíkóflóa.
Bein útsending sýndi síðan efri hluta geimskipsins mistakast að opna dyr sínar til að losa farm af Starlink-gervihnatta „hermum“.
Þó að geimflaugin hafi flogið lengra en í tveimur síðustu tilraunum SpaceX fór hún að leka og snúast stjórnlaust þegar hún sveif um geiminn.
Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP
— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025