Geimflaug SpaceX sprakk eftir 45 mínútna flugferð

Geimflauginni var skotið á loft frá Texas.
Geimflauginni var skotið á loft frá Texas. AFP/Sergio Flores

Frum­gerð SpaceX af geim­far­inu Stars­hip sprakk yfir Ind­lands­hafi í nótt eft­ir um 45 mín­útna flug­ferð.

Geim­flaug­inni var skotið á loft í Texas-ríki í Banda­ríkj­un­um klukk­an 23.36 í gær­kvöldi að ís­lensk­um tíma og átti að lenda 66 mín­út­um síðar í sjón­um við vest­ur­strönd Ástr­al­íu.

Hún var í tveim­ur hlut­um en neðri hlut­inn heit­ir „Super Hea­vy Booster“ og var eins kon­ar eld­flauga­kerfi til þess að skjóta geim­far­inu á loft.

Neðri hlut­inn sprakk í stað þess að fram­kvæma áætlaða lend­ingu í Mexí­kóflóa.

Sner­ist stjórn­laust

Bein út­send­ing sýndi síðan efri hluta geim­skips­ins mistak­ast að opna dyr sín­ar til að losa farm af Starlink-gervi­hnatta „herm­um“.

Þó að geim­flaug­in hafi flogið lengra en í tveim­ur síðustu til­raun­um SpaceX fór hún að leka og snú­ast stjórn­laust þegar hún sveif um geim­inn.



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert