Tékkar taka Kínverja á teppið vegna netárásar

Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands.
Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Tékk­lands kallaði til sín sendi­herra Kína í morg­un í tengsl­um við netárás sem var gerð á ut­an­rík­is­ráðuneytið árið 2022.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir að um­fangs­mik­il rann­sókn á árás­inni hafi leitt í ljós að árás­ar­menn­irn­ir hafi nær vafa­laust verið netnjósna­hóp­ur­inn APT31.

„Ég kallaði til mín sendi­herra Kína til að gera það skýrt að slík­ar óvin­veitt­ar aðgerðir hefðu al­var­leg­ar af­leiðing­ar í okk­ar tví­hliða sam­bandi,“ skrif­ar Jan Lipav­sky, ut­an­rík­is­ráðherra Tékk­lands, í færslu á X.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið, Evr­ópu­sam­bandið og Atlants­hafs­banda­lagið sögðu í yf­ir­lýs­ingu að árás­in, sem var gerð árið 2022, hafi beinst að „einu af op­in­beru net­um ráðuneyt­is­ins“.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir enn frem­ur að netnjósna­hóp­ur­inn teng­ist kín­versk­um stjórn­völd­um og ut­an­rík­is­ráðherr­ann krefst þess að Kín­verj­ar hætti slík­um aðgerðum og geri grein fyr­ir ástand­inu. Í fyrra tóku tékk­nesk stjórn­völd Kína af lista yfir ör­ygg­is­ógn­ir.

NATO for­dæm­ir einnig árás­ina og seg­ir hana hluta af aukn­ingu í netárás­um sem eiga ræt­ur að rekja til Kína.

Sam­band Kín­verja og Tékka hef­ur verið streitu­fullt síðan stjórn­völd í Prag mynduðu náin bönd við stjórn­völd í Taív­an, en Kín­verj­ar vilja meina að Taív­an sé sitt landsvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert