Hamas samþykkir ekki vopnahléstillöguna

Skriðdrekar Ísraelshers við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins
Skriðdrekar Ísraelshers við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins AFP

Ham­as-hryðju­verka­sam­bönd­in ætla ekki að samþykkja til­lögu Banda­ríkja­manna um vopna­hlé á Gasa en tals­menn Hvíta húss­ins til­kynntu í gær að yf­ir­völd í Ísra­el hefðu samþykkt til­lögu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um vopna­hlé.

Breska rík­is­út­varpið, BBC, hef­ur eft­ir hátt­sett­um manni í röðum Ham­as-sam­tak­anna að til­laga Banda­ríkja­manna upp­fyllti ekki grund­vall­ar­skil­yrði þeirra um að binda enda á stríðið á Gasa en þeir ætli að áfram að kynna sér til­lög­urn­ar.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hef­ur áður sagt að Ísra­el muni binda enda á stríðið aðeins þegar öll­um gísl­um verður sleppt, Ham­as-sam­tök­un­um verður annaðhvort út­rýmt eða af­vopnuð og að leiðtog­ar þeirra hafa verið send­ir í út­legð.

Tals­menn Ham­as-sam­tak­anna hafa sagt að þeir séu reiðubún­ir að skila öll­um þeim gísl­um sem eru í haldi í skipt­um fyr­ir endi á öll­um hernaðaraðgerðum Ísra­ela og brott­hvarfi þeirra frá Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert