Metfjöldi flóttamanna sigldu yfir Ermarsundið

Ferðin yfir Ermarsund á smábátum getur verið lífshættuleg. Mynd úr …
Ferðin yfir Ermarsund á smábátum getur verið lífshættuleg. Mynd úr safni. AFP/Sameer Al-DOUMY

Met­fjöldi flótta­manna kom til Bret­lands í gær eft­ir að hafa siglt yfir Ermar­sundið á litl­um bát­um. Tæp­lega 1.200 flótta­menn eru sagðir hafa komið til lands­ins með þess­ari leið en ekki hafa fleiri flótta­menn komið til lands­ins á ein­um degi með sama hætti það sem af er ári. 

Heild­ar­fjöldi flótta­manna sem hafa farið yfir Ermar­sundið og til Bret­lands í ár slag­ar í tæp­lega 15 þúsund manns en sjald­séð er að svona marg­ir flótta­menn komi þessa leið á fyrstu mánuðum árs­ins. 

John Hea­ly, varn­ar­málaráðherra Bret­lands, sagði að tal­an væri slá­andi. Ein­ung­is hafi það gerst einu sinni, árið 2022, að enn fleiri komið á ein­um degi þegar 1.300 manns gerðu sér ferð yfir sundið og til Bret­lands. 

15 manns látið lífið það sem af er ári

„Við vilj­um öll stöðva hættu­leg­ar ferðir á litl­um bát­um sem ógna lífi fólks og grafa und­an landa­mæra­ör­yggi okk­ar,“ sagði í til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyti Bret­lands um þess­ar nýju kom­ur til lands­ins. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um AFP-frétta­stof­unn­ar hafa 15 manns látið lífið það sem af er ári við að reyna fara yfir Ermar­sundið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert