Metfjöldi flóttamanna kom til Bretlands í gær eftir að hafa siglt yfir Ermarsundið á litlum bátum. Tæplega 1.200 flóttamenn eru sagðir hafa komið til landsins með þessari leið en ekki hafa fleiri flóttamenn komið til landsins á einum degi með sama hætti það sem af er ári.
Heildarfjöldi flóttamanna sem hafa farið yfir Ermarsundið og til Bretlands í ár slagar í tæplega 15 þúsund manns en sjaldséð er að svona margir flóttamenn komi þessa leið á fyrstu mánuðum ársins.
John Healy, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði að talan væri sláandi. Einungis hafi það gerst einu sinni, árið 2022, að enn fleiri komið á einum degi þegar 1.300 manns gerðu sér ferð yfir sundið og til Bretlands.
„Við viljum öll stöðva hættulegar ferðir á litlum bátum sem ógna lífi fólks og grafa undan landamæraöryggi okkar,“ sagði í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bretlands um þessar nýju komur til landsins.
Samkvæmt upplýsingum AFP-fréttastofunnar hafa 15 manns látið lífið það sem af er ári við að reyna fara yfir Ermarsundið.