Hýdd 100 sinnum fyrir kynlíf utan hjónabands

Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessa tegund refsingar, sem nýtur engu að …
Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessa tegund refsingar, sem nýtur engu að síður talsverðs stuðnings meðal margra íbúa héraðsins og er beitt fyrir ýmiss konar brot. AFP

Karl og kona voru op­in­ber­lega hýdd hundrað sinn­um hvort í Aceh-héraði í Indó­nes­íu eft­ir að hafa verið fund­in sek um að stunda kyn­líf utan hjóna­bands.

Kyn­ferðis­leg sam­bönd milli ógiftra para eru ólög­leg í héraðinu, sem fram­fylg­ir ströng­um regl­um sam­kvæmt íslamskri sharía-lög­gjöf.

Refs­ing­in fór fram í al­menn­ings­garði í höfuðborg héraðsins, Banda Aceh, þar sem parið var hýtt í lot­um, tíu högg í senn, á meðan hóp­ur fólks fylgd­ist með. Að sögn frétta­rit­ara AFP, sem var á vett­vangi, var kon­an hýdd af ann­arri konu.

Heil­brigðisþjón­usta í viðbragðsstöðu

Þrír aðrir ein­stak­ling­ar voru einnig hýdd­ir á staðnum eft­ir að hafa verið sak­felld­ir fyr­ir að taka þátt í fjár­hættu­spili og neyta áfeng­is. 

Heil­brigðisþjón­usta var til staðar á vett­vangi og í viðbragðsstöðu, reiðubú­in til að veita þeim dæmdu lækn­isaðstoð ef þurfa þætti.

Mann­rétt­inda­sam­tök hafa for­dæmt þessa teg­und refs­ing­ar, sem nýt­ur engu að síður tals­verðs stuðnings meðal margra íbúa héraðsins og er beitt fyr­ir ým­iss kon­ar brot.

Í fe­brú­ar voru tveir karl­menn hýdd­ir op­in­ber­lega meira en 150 sinn­um eft­ir að hafa verið sak­felld­ir fyr­ir sam­kyn­hneigt kyn­líf, sem er einnig bannað í Aceh.

Skoðun á spýtum, sem gerðar eru úr bambus, og voru …
Skoðun á spýt­um, sem gerðar eru úr bambus, og voru notaðar fer fram áður en refs­ing­in er fram­kvæmd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert