Myrti eiginkonu sína og framdi síðan sjálfsvíg

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Ljósmynd/Vefur lögreglunnar

Fimm­tug­ur karl­maður skaut konu sína til bana á heim­ili þeirra í Allerød á Norður-Sjálandi í Dan­mörku í gær­kvöld og framdi síðan sjálfs­víg. 

Dav­id Buch, lög­reglu­stjóri á Norður-Sjálandi, greindi frá þessu í morg­un, en tv2, grein­ir frá.

„Um er að ræða morð og sjálfs­víg. Maður­inn skaut konu sína til bana og framdi síðan sjálfs­morð með byssu,“ seg­ir hann. 

Lög­reglu­stjór­inn seg­ir að hjón­in eigi tvö börn sem nú eru í um­sjá fé­lagsþjón­ust­unn­ar og fjöl­skyldumeðlima kon­unn­ar, sem var 42 ára göm­ul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert