Fimmtugur karlmaður skaut konu sína til bana á heimili þeirra í Allerød á Norður-Sjálandi í Danmörku í gærkvöld og framdi síðan sjálfsvíg.
David Buch, lögreglustjóri á Norður-Sjálandi, greindi frá þessu í morgun, en tv2, greinir frá.
„Um er að ræða morð og sjálfsvíg. Maðurinn skaut konu sína til bana og framdi síðan sjálfsmorð með byssu,“ segir hann.
Lögreglustjórinn segir að hjónin eigi tvö börn sem nú eru í umsjá félagsþjónustunnar og fjölskyldumeðlima konunnar, sem var 42 ára gömul.