Stórfelld loftárás á Úkraínu

Í borginni Kharkív létust að minnsta kosti þrír og 17 …
Í borginni Kharkív létust að minnsta kosti þrír og 17 særðust, þar á meðal börn, eftir að Rússar gerðu árás á heimili og íbúðarblokkir. AFP/Sergey Bobok

Rúss­land sakaði Úkraínu í dag um að hafa óvænt frestað stór­felld­um fanga­skipt­um og mót­töku fall­inna her­manna, sem lönd­in höfðu áður sam­mælst um í friðarviðræðum í Ist­an­búl fyr­ir tæpri viku. Úkraínu­menn hafna ásök­un­un­um. 

Úkraínu­menn segja enga dag­setn­ingu hafa verið ákveðna um skipt­in og sakaði rúss­nesk yf­ir­völd um að fylgja ekki eft­ir um­sömd­um skil­mál­um. 

Ásök­un­in kom fram nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að Rúss­land hóf stór­fellda loft­árás um alla Úkraínu og beindi spjót­um sín­um sér­stak­lega að borg­inni Kharkív sem er önn­ur stærsta borg Úkraínu.

Að minnsta kosti átta  lét­ust í árás næt­ur­inn­ar og skot­hríð var við víg­lín­una, að sögn yf­ir­valda í Úkraínu.

Öflug­asta árás á Kharkív frá upp­hafi stríðs

Kharkív varð fyr­ir „öfl­ug­ustu árás frá upp­hafi stríðsins“, sagði Igor Terek­hov borg­ar­stjóri.

Í borg­inni lét­ust að minnsta kosti þrír og 17 særðust, þar á meðal börn, eft­ir að Rúss­ar gerðu árás á heim­ili og íbúðarblokk­ir.

Sex til viðbót­ar eru enn ófundn­ir og talið er að þeir hafi verið á iðnaðarsvæði sem varð fyr­ir árás.

Þrír lét­ust í Do­netsk-héraði sem er við víg­lín­una, þar sem hörðustu átök stríðsins hafa átt sér stað, og par lést í borg­inni Kher­son, ann­arri borg ná­lægt víg­lín­unni.

Viðbragðsaðilar í Kharkív báru slasaða manneskju út úr brennandi húsi …
Viðbragðsaðilar í Kharkív báru slasaða mann­eskju út úr brenn­andi húsi eft­ir loft­árás Rússa. AFP/​Ser­gey Bo­bok

Þorp víða í rúst

Frá því að inn­rás Rússa hófst í fe­brú­ar árið 2022 hafa tugþúsund­ir lát­ist og millj­ón­ir neyðst til að flýja heim­ili sín þar sem borg­ir og þorp víðs veg­ar um aust­ur­hluta Úkraínu, sem ligg­ur að landa­mær­um Rúss­lands, hafa verið lögð í rúst.

Andrí Si­bíha, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, hvatti banda­menn í vestri til að refsa Rússlandi fyr­ir inn­rás­ina.

„Til að stöðva dráp og eyðilegg­ingu Rúss­lands þarf að auka þrýst­ing og grípa til frek­ari aðgerða til að styrkja Úkraínu,“ sagði hann á sam­fé­lags­miðlum.

Hétu hefnd­um

Úkraínski flug­her­inn sagði að Rúss­ar hefðu beitt 206 drón­um og níu flug­skeyt­um í árás­inni.

Varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands til­kynnti að gerð hefði verið „hópárás“ á „her­gagnaiðnað“ í Úkraínu og bætti við að öll­um „skot­mörk­um“ hefði verið náð.

Rúss­ar hafa und­an­farna daga lofað hefnd­um fyr­ir dróna­árás Úkraínu síðastliðinn sunnu­dag á flugsveit þeirra, þúsund­um kíló­metra fyr­ir aft­an víg­lín­una.

Dauf­ar von­ir um vopna­hlé

Þess­ar hót­an­ir eru nýj­ustu til­raun­ir Rúss­lands til að draga úr von­um um nýj­ar vend­ing­ar í vopna­hlésviðræðum, sem og sím­töl­um milli Pútíns og Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Þrátt fyr­ir að Trump hvetji til enda­loka átak­anna hafa yf­ir­völd í Rússlandi sett fram fjölda víðtækra krafna á Úkraínu sem for­send­ur fyr­ir vopna­hléi.

Kröf­urn­ar fela í sér að Úkraína dragi her sinn út úr fjór­um héruðum sem Rúss­land ger­ir til­kall til, en her þeirra hef­ur ekki full yf­ir­ráð yfir, ásamt því að binda enda á hernaðarstuðning Vest­ur­landa og bann við inn­göngu Úkraínu í NATO.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur vísað þess­um kröf­um á bug, dregið í efa til­gang frek­ari vopna­hlésviðræðna og kallað eft­ir leiðtoga­fundi sem hann sjálf­ur, Pútín og Trump sæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert