Tate stöðvaður á 146 kílómetrum yfir hámarkshraða

Bræðurnir Andrew og Tristan Tate.
Bræðurnir Andrew og Tristan Tate. AFP

Áhrifa­vald­ur­inn Andrew Tate var stöðvaður á 196 kíló­metra hraða á götu í Rúm­en­íu þar sem 50 kíló­metra há­marks­hraði er leyfður. 

Tate var tek­inn á næst­um fjór­föld­um há­marks­hraða í þorpi nærri Búkarest, höfuðborg Rúm­en­íu. 

BBC grein­ir frá því að Tate var sektaður um 420 doll­ara, eða um 53 þúsund ís­lensk­ar krón­ur, og svipt­ur öku­rétt­ind­um í 120 daga. Tate neit­ar að hafa ekið of hratt og seg­ist ætla að áfrýja mál­inu. 

Mæl­ing­in vit­laus

Í færslu á sam­fé­lags­miðlum sagðist hann hafa reynt að út­skýra fyr­ir lög­regl­unni að hraðamæl­ing­ar­tæki þeirra hlyti að vera stillt vit­laust „þar sem ég myndi aldrei gera þetta“. 

Þá sagðist Tate hlakka til að sanna sak­leysi sitt og sagði að hann myndi njóta öku­rétt­inda sinna líkt og venju­leg mann­eskja þangað til, þrátt fyr­ir að hafa verið svipt­ur öku­rétt­ind­um. 

Tate og bróðir hans Trist­an hafa verið ákærðir fyr­ir nauðgun og man­sal í Rúm­en­íu. Þá eru þeir ákærðir fyr­ir glæpi í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um. Þeir neita sök. 

Bræðurn­ir hafa leyfi til þess að ferðast inn­an Rúm­en­íu, þar sem þeir búa, og til annarra ríkja að sett­um ákveðnum skil­yrðum á meðan mál þeirra bíða málsmeðferðar. 

Tate hef­ur nokkr­um sinn­um verið tek­inn fyr­ir hraðakst­ur í Rúm­en­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert