Þrír á sjúkrahús eftir sprengingu

Lögregla hafði uppi mikinn viðbúnað í Södertälje eftir að sprengja …
Lögregla hafði uppi mikinn viðbúnað í Södertälje eftir að sprengja sprakk þar við íbúð í nótt. Auk sjúkrabifreiða var sprengjusveit enn fremur kvödd til vettvangsins. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Þrír voru flutt­ir á sjúkra­hús, eng­inn þeirra þó al­var­lega skaddaður, eft­ir að sprengja sprakk á fjórða tím­an­um í nótt að sænsk­um tíma við íbúð í bæn­um Södertälje, tæp­lega 40 kíló­metra suðvest­ur af Stokk­hólmi.

„Eitt­hvað sprakk við íbúð á jarðhæð með þeim af­leiðing­um að gluggi brotnaði og mik­ill reyk­ur steig upp,“ seg­ir Daniel Wik­dahl upp­lýs­inga­full­trúi lög­regl­unn­ar í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT og bæt­ir því við að högg­bylgja frá spreng­ing­unni hafi verið nægi­lega öfl­ug til að ör­yggis­kerfi í ná­lægri bygg­ingu sendi frá sér inn­brotsviðvör­un.

Nokkr­ir til yf­ir­heyrslu

Lokaði lög­regla svæðinu um­hverf­is vett­vang auk þess að kalla eft­ir aðstoð sprengju­deild­ar og hef­ur leit að grunuðum sprengju­manni staðið yfir síðan snemma í morg­un með fulltingi spor­hunda auk þess sem rætt hef­ur verið við ná­granna og hugs­an­leg vitni önn­ur.

„Nokkr­ir hafa verið færðir til yf­ir­heyrslu,“ seg­ir Wik­dahl, en at­vikið er rann­sakað sem skemmd­ar­verk með al­manna­hættu og stór­fellt brot gegn lög­um um eld- og sprengifim efni.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert