Tíu látnir eftir skotárásina í Graz

Frá vettvangi við skólann í Graz í morgun.
Frá vettvangi við skólann í Graz í morgun. AFP

Tíu eru látn­ir og á ann­an tug særðir eft­ir að maður hóf skot­hríð í skóla í borg­inni Graz í Aust­ur­ríki í morg­un að sögn borg­ar­stjór­ans.

Elke Kahr, borg­ar­stjóri í Graz, staðfesti við aust­ur­rísku frétta­stof­una að nokkr­ir nem­end­ur og að minnsta kosti einn full­orðinn, auk grunaðs bys­su­manns, séu meðal hinna látnu. Talið er að árás­armaður­inn hafi svipt sig lífi á sal­erni í skól­an­um.

Kaja Kallas, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ist vera í áfalli vegna frétt­anna um skotárás­ina.

Lögreglumenn á vettvangi.
Lög­reglu­menn á vett­vangi. AFP

„Öll börn ættu að finna fyr­ir ör­yggi í skóla og geta lært laust við ótta og of­beldi. Hug­ur minn er hjá fórn­ar­lömb­un­um, fjöl­skyld­um þeirra og aust­ur­rísku þjóðinni,“ skrif­ar Kallas í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Árás­ir á al­manna­færi eru sjald­gæf­ar í Aust­ur­ríki þar sem íbú­ar eru næst­um 9,2 millj­ón­ir. Sam­kvæmt Global Peace Index er Aust­ur­ríki eitt af tíu ör­ugg­ustu lönd­um heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert