Blaðamaður í fangelsi fyrir föðurlandssvik

Svetlana Burceva hefur verið dæmd í 6 ára fangelsi fyrir …
Svetlana Burceva hefur verið dæmd í 6 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik. ERR/Priit Mürk

Héraðsdóm­ur­inn í Har­ju- sýslu í Eistlandi dæmdi blaðamann í sex ára fang­elsi í dag fyr­ir föður­lands­svik. Blaðamaður­inn sem um ræðir er kona að nafni Svetl­ana Burceva og starfaði áður fyr­ir rúss­neska rík­is­fjöl­miðla.

Hún hef­ur þó unnið fyr­ir eist­nesk­ar net­síður sem eru und­ir stjórn rúss­neska fjöl­miðils­ins Ross­iya Segodnya frá ár­inu 2017.

Dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu að Svetl­ana hefði unnið með Rom­an Romachev, varaliðsfor­ingja rúss­nesku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar. Störf henn­ar á þeim vett­vangi unnu gegn sjálf­stæði og full­veldi Eist­lands. 

Bók­in var áróður­s­verk

Svetl­ana og Rom­an gáfu sam­an út bók um blend­ings­hernað (e. hybrid warfare), en dóm­stóll­inn sagði bók­ina hafa verið áróður­s­verk. Þar að auki ætluðu Rom­an og Svetl­ana að birta fjölda rita sem miðuðu að því að hrinda ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­stefnu Rúss­lands í fram­kvæmd.

Mik­il spenna hef­ur ríkt á milli Eist­lands og Rúss­lands eft­ir alls­herj­ar­inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.

Svetl­ana, sem fékk eist­nesk­an rík­is­borg­ara­rétt árið 1994, hef­ur 30 daga til að áfrýja dóm­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert