Árásirnar hafa afhjúpað alvarlega veikleika

Íbúi í Teheran, höfuðborg Írans, sést hér taka mynd af …
Íbúi í Teheran, höfuðborg Írans, sést hér taka mynd af fjölbýlishúsi sem skemmdist í árásum Ísraela í dag. AFP

Árás­ir Ísra­els­hers á Íran í dag hafa af­hjúpað al­var­lega veik­leika ír­anskra stjórn­valda sem hafa hamlað getu þeirra til að bregðast við hernaðarlega. Þetta segja hernaðarsér­fræðing­ar.

Tals­menn Ísra­els­hers segj­ast hafa gert árás­ir á 100 skot­mörk, þar á meðal ír­ansk­ar kjarn­orku- og her­stöðvar. Þá hafi þeir fellt hátt­setta ein­stak­linga, meðal ann­ars yf­ir­mann herafla og fremstu vís­inda­menn á sviði kjarn­orku­mála í land­inu.

Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, heitir hefndum.
Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans, heit­ir hefnd­um. AFP

Æðstiklerk­ur­inn heit­ir því að brugðist verði við árás­un­um

Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans, hef­ur varað Ísra­el við því að „beisk og sárs­auka­full“ ör­lög bíði þeirra vegna árás­anna. Hernaðarsér­fræðing­ar telja aft­ur á móti að Íran standi aðeins frammi fyr­ir fáum val­kost­um hvað varðar viðbrögð.

Ali Fat­hollah-Nejad, fram­kvæmda­stjóri hug­veit­unn­ar Center for Middle East and Global Or­der (CMEG) í Berlín í Þýsklandi, seg­ir að þetta sé meiri hátt­ar högg og áfall fyr­ir Íran.

„Þetta af­hjúp­ar al­var­leg­an veik­leika stjórn­kerf­is­ins hvað varðar hernaðar- og ör­ygg­is­mál og lyk­il­innviði lands­ins – þar á meðal kjarn­orku­mál – sem og æðstu stjórn­mála- og her­leiðtoga þess,“ sagði Nejad við AFP.

Hann bætti við að mark­mið aðgerðanna væri að lama hernaðar- og gagnárás­ar­getu Írans.

Hér má sjá byggingunni í borginni sem stórskemmdist á árásunum.
Hér má sjá bygg­ing­unni í borg­inni sem stór­skemmd­ist á árás­un­um. AFP

Deilt um kjarn­orku­áætlun Írans

Banda­rík­in og önn­ur vest­ræn ríki, ásamt Ísra­el, hafa sakað Íran um að ætla sér að smíða kjarn­orku­vopn.

Írönsk stjórn­völd vísa því hins veg­ar al­farið á bug. Ríkið hef­ur aft­ur á móti smátt og smátt verið að víkja frá skuld­bind­ing­um sín­um sam­kvæmt kjarn­orku­sam­komu­lag­inu sem það gerði árið 2015, eft­ir að Banda­rík­in drógu sig út úr því.

Samn­ing­ur­inn gekk út á það að Íran myndi ekki hljóta refsiaðgerðir eða efna­hagsþving­an­ir svo lengi sem ríkið myndi draga úr kjarn­orku­áætlun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert