Hluti kjarnorkustöðvarinnar eyðilagðist í árásinni

Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði öryggisráðið fyrir skömmu.
Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði öryggisráðið fyrir skömmu. AFP/Michael M. Santiago

Rafa­el Grossi, yf­ir­maður kjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, greindi frá því á neyðar­fundi ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna sem stend­ur nú yfir að stærst­ur hluti kjarn­orku­stöðva Írans sem eru of­anj­arðar hafi eyðilagst í árás­um Ísra­els­hers.

Hann sagði að öll raf­magns­innviði og neyðarraf­stöðvar kjarn­orku­stöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz hefðu verið eyðilagðar, sem og sá hluti aðstöðunn­ar þar sem úran var auðgað.

Aðalskil­vinda stöðvar­inn­ar sem staðsett er neðanj­arðar virðist þó ekki hafa beðið skaða. Þó kann að vera að raf­magns­leysið sem árás­in olli gæti hafa valdið skemmd­um á þeim hluta stöðvar­inn­ar.

Kjarn­ork­an drif­kraft­ur­inn

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag út­skýrði Al­bert Jóns­son, sér­fræðing­ur í alþjóðamál­um og fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Rússlandi, að kjarn­orku­innviði Írana og kjarn­orku­áætlun þeirra væri helsta ástæða árása Ísra­els­manna.

„Það sem er vitað er að Íran­ir eru með kjarn­orku­áætl­un sem þeir segja að sé friðsam­leg en það hafa alltaf verið efa­semd­ir um það. Árið 2005 sagði kjarn­orku­mála­stofn­un­in bein­lín­is að Íran­ar væru að svindla og núna í vik­unni sagði stofn­un­in aft­ur að hún hefði grun­semd­ir um að Íran­ar séu ekki að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Þetta er nátt­úru­lega það sem Ísra­els­menn eru að horfa á og núna segja þeir að Íran­ar séu ekki leng­ur með kjarn­orku­áætl­un sem snú­ist um friðsama kjarn­orku og að þeir séu komn­ir á það stig, sér­stak­lega með aukn­ingu úr­an­fram­leiðslu, að þeir geti bein­lín­is farið að út­búa kjarn­orku­vopn,“ sagði Al­bert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert