Ísrael gerir árás á Íran

Árásirnar eru umfangsmiklar. Þær beinast að kjarnorkuinnviðum og hernaðarlegum skotmörkum …
Árásirnar eru umfangsmiklar. Þær beinast að kjarnorkuinnviðum og hernaðarlegum skotmörkum í Íran. AFP/Sepah News

Ísra­els­her hef­ur gert árás á Íran. Sam­kvæmt ísra­elsk­um stjórn­völd­um þá var árás­un­um beint að kjarn­orku­innviðum Írans sem og hernaðarleg­um innviðum. Yf­ir­maður ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins hef­ur verið drep­inn.

Ísra­elsk stjórn­völd lýstu yfir neyðarástandi eft­ir að hafa gert árás­irn­ar og sögðu að bú­ast mætti við árás í „ná­inni framtíð“.

Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir að Banda­rík­in hefi ekki haft neina aðkomu að árás­un­um.

„Fyr­ir­byggj­andi“ aðgerð

Talsmaður ísra­elska hers­ins seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að Ísra­el hafi hafið „fyr­ir­byggj­andi, ná­kvæma, sam­einaða sókn“ til að ráðast gegn kjarn­orku­verk­efni Írans.

Árás­irn­ar væru viðbragð við „áfram­hald­andi árás­argirni ír­anskra stjórn­valda í garð Ísra­els.“

Tug­ir ísra­elskra orr­ustuþotna tóku þátt í „fyrsta áfanga“ árása á kjarn­orku­skot­mörk á mis­mun­andi svæðum í Íran, sagði í yf­ir­lýs­ing­unni. Ekki var út­skýrt nán­ar hvort fleiri árás­ir væru í vænd­um.

„Í dag er Íran nær því en nokkru sinni fyrr að eign­ast kjarn­orku­vopn. Gjör­eyðing­ar­vopn í hönd­um ír­anskra stjórn­valda eru ógn­un við til­vist Ísra­els og veru­leg ógn við um­heim­inn.“

Ísra­elski her­inn kveðst reiðubú­inn að halda áfram aðgerðum eft­ir þörf­um.

Yf­ir­maður bylt­ing­ar­varðar­ins drep­inn

Rík­is­sjón­varp Írans grein­ir frá því að Hossein Salami, yf­ir­maður ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins, hafi verið drep­inn í árás­um Ísra­els­hers á höfuðstöðvar ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins í Teher­an, höfuðborg Írans.

Ísra­leska sam­gönguráðuneytið hef­ur tekið þá ákvörðun að loka loft­helgi Ísra­els á meðan neyðarástand rík­ir. Einnig er búið að loka loft­helg­inni í Íran.

BBC

Íranski byltingarvörðurinn hefur birt myndir af byggingum sem urðu fyrir …
Íranski bylt­ing­ar­vörður­inn hef­ur birt mynd­ir af bygg­ing­um sem urðu fyr­ir árás­um. AFP/​Sepah News
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert