Ísrael muni hljóta „sársaukafull örlög“

Æðstiklerkur Írans.
Æðstiklerkur Írans. AFP

Klerka­stjórn­in í Íran hyggst bregðast við af hörku vegna árása Ísra­ela. Ísra­elsk stjórn­völd vara eig­in borg­ara við því að bú­ast megi við meira mann­falli en venju­lega. 

„Með þess­um glæp hef­ur síon­ista­stjórn­in stefnt sér í beisk og sárs­auka­full ör­lög, sem hún mun án efa hljóta,“ sagði æðstiklerk­ur Írans, Ali Khameini, í yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far árása Ísra­els.

Hossein Salami, yf­ir­maður ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins, var meðal ann­ars drep­inn í árás­um Ísra­els­hers.

Abolfazl Shek­archi, talsmaður ír­anska hers­ins, heit­ir einnig hefnd­um.

„Her­ir lands­ins munu án nokk­urs vafa svara þess­ari síon­ísku árás.“

Hann bætti við að Ísra­el myndi „bera þung­an kostnað af“ og ætti að bú­ast við „hörðum viðbrögðum“ frá ír­anska hern­um.

Mann­fall gæti orðið meira en Ísra­els­menn eru van­ir

Yf­ir­maður ísra­elska hers­ins, Eyal Zam­ir, varaði við því að Ísra­el­ar myndu ekki endi­lega ná öll­um sín­um mark­miðum í þeim loft­árás­um sem ráðist hef­ur verið í.

Sagði hann þjóðina þurfa að búa sig und­ir mögu­leg­ar hefnd­araðgerðir frá ír­önsk­um stjórn­völd­um.

„Ég get ekki lofað al­gjör­um ár­angri – ír­anska stjórn­in mun reyna að hefna sín,“ sagði hers­höfðing­inn Eyal Zam­ir og bætti við að mann­fallið í Ísra­el gæti orðið meira en það sem Ísra­els­menn hafa van­ist.

Árás­un­um var beint að kjarn­orku­innviðum Írans sem og hernaðarleg­um innviðum.
Árás­un­um var beint að kjarn­orku­innviðum Írans sem og hernaðarleg­um innviðum. AFP/​Sepah News
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert