Norsku lögreglunni heimilt að bera skotvopn á almannafæri

Norsk lögreglubifreið í Osló.
Norsk lögreglubifreið í Osló. AFP

Norsk­ir lög­reglu­menn, sem hafa hingað til al­mennt verið óvopnaðir við dag­leg störf, munu í framtíðinni geta borið skot­vopn eft­ir laga­breyt­ingu sem samþykkt var á norska þing­inu í gær.

Meiri­hluti þing­heims studdi ein­dregið frum­varp frá minni­hluta­stjórn Verka­manna­flokks­ins um að heim­ila lög­reglu að bera skot­vopn við skyldu­störf.

Það verður svo í hönd­um norskra lög­reglu­yf­ir­valda, rík­is­lög­reglu­stjóra og ráðuneyt­is að af­marka málið nán­ar. Það fari m.a. eft­ir tíma­setn­ingu, staðsetn­ingu og verk­efn­um.

Ná­kvæm dag­setn­ing varðandi gildis­töku lag­anna ligg­ur ekki fyr­ir en tals­menn dóms­málaráðuneyt­is­ins segja að stefnt sé að gildis­töku þeirra á næsta ári.

All­ir verði að finna til ör­ygg­is

„All­ir í Nor­egi verða að finna til ör­ygg­is. Lög­regl­an verður að geta tek­ist á við glæp­a­starf­semi sem er sí­fellt að þró­ast,“ sagði Astri Aas-Han­sen dóms­málaráðherra í síðasta mánuði þegar laga­breyt­ing­in var kynnt.

Glæpatíðni í Nor­egi er lág miðað við önn­ur lönd í heim­in­um en hef­ur verið að fær­ast í auk­ana. Alls búa um 5,6 millj­ón­ir í land­inu. Þar voru fram­in 38 morð árið 2023 en þau höfðu þá ekki verið fleiri á einu ári frá ár­inu 2013 sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um.

Sem stend­ur get­ur norska lög­regl­an aðeins borið vopn í tak­markaðan tíma og við sér­stak­ar aðstæður. Venju­lega eru lög­reglu­menn óvopnaðir við skyldu­störf, þó að vopn megi enn hafa í skotti öku­tækja þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert