Augu flughers Rússa eru tekin að lokast

Tvær eftirlits- og njósnaflugvélar Rússa urðu fyrir árásardrónum í upphafi …
Tvær eftirlits- og njósnaflugvélar Rússa urðu fyrir árásardrónum í upphafi mánaðarins. Vélarnar eru mikilvægar enda fáar eftir. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu

Deilt er um fjölda þeirra flug­véla sem skemmd­ust og/​eða eyðilögðust með öllu í dróna­árás Úkraínu­hers á fjóra herflug­velli djúpt inni í rúss­nesku landi hinn 1. júní síðastliðinn.

Strax í kjöl­far árás­ar­inn­ar sagði varn­ar­málaráðuneyti Úkraínu her­sveit­ir sín­ar hafa eyðilagt og skemmt alls 41 loft­f­ar, þ.e. sprengju-, orr­ustu- og birgðavél­ar Rússa. Varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna seg­ist nú hafa greint tjónið með aðstoð gervi­hnatta og eru 20 flug­vél­ar sagðar hafa orðið fyr­ir árás­inni og eru um tíu þeirra sagðar ónýt­ar. Bú­ast má við að laskaðar vél­ar verði annaðhvort gerðar upp eða nýtt­ar und­ir vara­hluti. Í hópi þess­ara flug­véla eru tvær eft­ir­lits- og njósna­flug­vél­ar, tæki sem Rúss­lands­her má illa við að missa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert