Loftvarnaflautur og sprengingar óma í Ísrael

Frá borginni Haífa í Ísrael. Þar hefur loftvarnarkerfi einnig verið …
Frá borginni Haífa í Ísrael. Þar hefur loftvarnarkerfi einnig verið virkjað. AFP

Loft­varn­ar­f­laut­ur og spreng­ing­ar óma nú í Jerúsalem, en Íran hef­ur hafið nýja um­ferð loft­árása á Ísra­el.

Að sögn blaðamanna AFP-frétta­veit­unn­ar, sem stadd­ir eru í Ísra­el, hafa sír­en­ur ómað víðsveg­ar um landið í kjöl­far þess að loft­varna­kerfi námu eld­flauga­skot frá Íran.

Þá hafa loft­varn­ir einnig verið virkjaðar í Teher­an, höfuðborg Írans, sem og í vest­ur­hluta lands­ins, en sam­kvæmt fjöl­miðlum í Íran hafa árás­ir Ísra­els harðnað.

Í viðtali við banda­ríska miðil­inn Fox News sagði Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, að ísra­elski her­inn hafi nú eyðilagt mik­il­væga kjarn­orku­innviði í borg­inni Natanz í Íran.

Hann gaf jafn­framt sterk­lega í skyn að yf­ir­maður leyniþjón­ustu Írans, Mohammad Kazemi, og aðstoðarmaður hans hafi verið drepn­ir í loft­árás í Teher­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert