Netanjahú: Munu gjalda dýru verði

00:00
00:00

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir að Íran­ar muni gjalda þess dýru verði að hafa drepið ísra­elska rík­is­borg­ara.

Hörð átök á milli land­anna tveggja hafa haldið áfram í dag.

Benjamín Netanjahú.
Benja­mín Net­anja­hú. AFP/​Abir Sult­an

„Íran mun gjalda dýru verði fyr­ir fyr­ir­fram ákveðin morð á al­menn­um borg­ur­um, kon­um og börn­um,” sagði Net­anjanú er hann heim­sótti svæðið þar sem eld­flauga­árás var gerð á íbúðabygg­ingu í strand­borg­inni Bat Yam, ná­lægt borg­inni Tel Aviv.

Reykur frá olíubirgðastöð í Teheran.
Reyk­ur frá olíu­birgðastöð í Teher­an. AFP/​Attta Kenare

Að minnsta kosti tíu manns eru látn­ir eft­ir flug­skeyta­árás­ir Írans á Ísra­el í nótt.

Ísra­els­her sagðist í morg­un hafa skotið á yfir 80 mis­mun­andi staði í ír­önsku höfuðborg­inni Teher­an á þriðja degi átak­anna á milli land­anna tveggja.

Árás­ir hers­ins voru gerðar í nótt. Meðal ann­ars var skotið á höfuðstöðvar ír­anska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins og höfuðstöðvar kjarn­orku­verk­efn­is Írans (SPND), að sögn hers­ins.

Geta leitað skjóls í bæna­hús­um

Írönsk yf­ir­völd til­kynntu í morg­un að al­menn­ir borg­ar­ar gætu frá og með kvöld­inu í kvöld leitað skjóls frá árás­um Ísra­els­hers í bæna­hús­um, neðanj­arðarlest­ar­stöðvum og í skól­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert