G7-ríkin kalla eftir stillingu

Keir Starmer er forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer er forsætisráðherra Bretlands. AFP/Suzanne Plunkett

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði G7-rík­in sam­einuð í því að vilja frið á milli Ísra­els og Írans. Leiðtog­ar ríkj­anna funduðu í Kan­anaskis í Kan­ada í dag.

Þar var Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti stadd­ur ásamt Mark Car­ney, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, Frederich Merz, kansl­ara Þýska­lands og fleiri þjóðarleiðtog­um.

„Mér finnst vera skýr afstaða til þess að draga úr spennu,“ sagði Star­mer um viðleitni G7-ríkj­anna til átaka Ísra­els og Írans sem hafa staðið yfir und­an­farna daga.

„Nú þurf­um við að vera skýr í okk­ar mark­miðum um það hvernig við vilj­um ná því fram,“ sagði Star­mer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert