Hafa bjargað 175 þúsund manns á 10 árum

Björgunarskipið Aquarius með flóttamenn um borð árið 2017.
Björgunarskipið Aquarius með flóttamenn um borð árið 2017. AFP/Carlo Hermann

Sam­tök sem sjá um að bjarga fólki á hafi úti segj­ast hafa bjargað meira en 175 þúsund manns í Miðjarðar­hafi síðustu 10 árin.

Á þess­um tíma hef­ur mik­ill fjöldi flótta­manna reynt að fara yfir Miðjarðar­hafið til Evr­ópu.

Um er að ræða 21 sam­tök og að þeirra sögn hafa að minnsta kosti 28.932 mann­eskj­ur dáið við að reyna að kom­ast yfir hafið. Meiri­hlut­inn hef­ur dáið í sjón­um á milli Líb­íu, Tún­is, Ítal­íu og Möltu.

Þessu greindi Mirka Schaefer frá þýsku sam­tök­un­um SOS Humanity frá á blaðamanna­fundi í Berlín. Á um­ræddu hafsvæði þar sem meiri­hlut­inn hef­ur dáið jafn­gilda dauðsföll­in því að fimm full­orðnir ein­stak­ling­ar og eitt barn hafi lát­ist þar á hverj­um degi síðasta ára­tug­inn.

10 af þess­um 21 sam­tök­um eru með bækistöðvar í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert