Læknir Assad í fangelsi fyrir manndráp og pyntingar

Læknirinn var dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni, morð og pyntingar.
Læknirinn var dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni, morð og pyntingar. AFP/Kirill Kudryavtsev

Lækn­ir var á mánu­dag­inn dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi í Þýskalandi fyr­ir glæpi gegn mann­kyni. Maður­inn er frá Sýr­landi og áttu voðaverk­in sér stað þar.

Hann er m.a. dæmd­ur fyr­ir mann­dráp og pynt­ing­ar í þágu stjórn­ar Bash­ar al-Assad sem hef­ur nú hrökklast frá völd­um.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un The Guar­di­an.

Alaa Mousa, hinn dæmdi, beitti níu stjórn­ar­and­stæðinga í varðhaldi Assad pynt­ing­um og myrti tvo þeirra sam­kvæmt dóms­úrsk­urði. Það var í borg­inni Dam­askus og Homs í Sýr­landi á ár­un­um 2011 – 2012. Fórn­ar­lömb hans voru ásökuð um að hafa unnið gegn Assad í bylt­ing­ar­tilraun ar­ab­íska vors­ins. 

Glæp­ir gegn mann­kyni

Dóm­ar­inn sem kvað upp úr­sk­urðinn í Frankfurt sagði lækn­inn hafa „sa­díska“ til­hneig­ingu og að hann hefði notið þess að meiða fólk sem hann taldi vera fyr­ir neðan sína virðingu. 

Lækn­ir­inn flutti frá Sýr­landi til Þýska­lands fyr­ir um tíu árum og starfaði þar sem lækn­ir á hinum ýmsu stöðum. Upp komst um fortíð hans þegar eitt fórn­ar­lamba hans kannaðist við hann úr heim­ild­ar­mynd um sýr­lensku borg­ina Homs, þar sem hann framdi hluta glæp­anna. 

Viðkom­andi gerði lög­reglu viðvart sem hand­tók hann í kjöl­farið. Þrátt fyr­ir að glæp­irn­ir hefðu verið framd­ir í Sýr­landi en ekki Þýskalandi gátu dóm­stól­ar þar dæmt hann á grund­velli alþjóðlegra laga, þar sem glæp­irn­ir vörðuðu alþjóðleg lög um glæpi gegn gervöllu mann­kyn­inu. 

Læknirinn sýrlenski í réttarsal í Þýskalandi.
Lækn­ir­inn sýr­lenski í rétt­ar­sal í Þýskalandi. AFP/​AFP/​Kirill Ku­drya­vt­sev
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert