Munu leita að andamerískum áróðri á samfélagsmiðlum

Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ráðuneytið hefur gefið það út …
Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ráðuneytið hefur gefið það út að það áskili sér rétt til þess að leita eftir and-amerískum áróðri á samfélagsmiðlum nemenda. AFP/Win McNamee

Er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem ætla að sækja nám í Banda­ríkj­un­um mega ekki vera með læsta sam­fé­lags­miðlareikn­inga svo að yf­ir­völd geti leitað eft­ir „anda­mer­ísk­um“ áróðri þar. 

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna gaf út til­mæl­in í dag. Ráðuneytið hafði áður gefið það út í maí að það myndi ekki gefa út vega­bréfs­árit­an­ir fyr­ir er­lenda nem­end­ur á meðan það væri að vinna í nýj­um til­mæl­um fyr­ir er­lenda nem­end­ur. 

Þau hafa nú verið gef­in út og því munu banda­rísk yf­ir­völd taka við um­sókn­um um vega­bréfs­árit­an­ir er­lendra nem­enda á ný. 

„Auk­in skoðun á sam­fé­lags­miðlum mun tryggja það að við skoðum gaum­gæfi­lega hverja ein­ustu mann­eskju sem reyn­ir að heim­sækja landið okk­ar,“ sagði hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert