Sjálflærður „tannlæknir“ þjónustaði tugi án réttinda

Tugir sjúklinga leituðu aðstoðar á stofunni.
Tugir sjúklinga leituðu aðstoðar á stofunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tékk­nesk­ur maður og tveir aðstoðar­menn hans hafa verið ákærðir fyr­ir að reka ger­vit­ann­lækna­stofu í tvö ár.

Maður­inn, sem er 22 ára, opnaði ásamt tveim­ur í fjöl­skyldu sinni fullút­búna tann­lækni­stofu án til­skil­inna rétt­inda í bæn­um Havlicuk Brod í Tékklandi árið 2023.

Þá sinnti stof­an hefðbundn­um skoðunum en jafn­framt dró maður­inn tenn­ur úr fólki, boraði í tenn­ur, fram­kvæmdi rót­fyll­ing­ar og deyfði. 

Lærði fagið á net­inu

Hinn ákærði seg­ist hafa lært fagið á net­inu en tug­ir sjúk­linga leituðu til hans og var hagnaður tann­lækna­stof­unn­ar á þriðja tug millj­óna.

Lög­regla í Tékklandi stöðvaði starf­semi stof­unn­ar fyrr í mánuðinum og ákærði þre­menn­ing­ana fyr­ir ólög­mæta starf­semi, pen­ingaþvott, eit­ur­lyfja­sölu, til­raun til lík­ams­árás­ar og þjófnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert