Þakinn sárabindum við útför bróður síns

Bróðir Vishwashkumar Ramesh var jarðsunginn í dag.
Bróðir Vishwashkumar Ramesh var jarðsunginn í dag. AFP/Narendra Modi

Vis­hwashkumar Ramesh, eini eft­ir­lif­andi farþegi flug­vél­ar­inn­ar sem fórst í Indlandi í síðustu viku, bar bróður sinn, sem lést í flug­slys­inu, til hinstu hvílu í dag. 

Útför­in fór fram í Vest­ur-Indlandi fyrr í dag en var Ramesh einn af kistu­ber­um. Þá var hann þak­inn sára­bind­um í and­liti og lík­ama en hann hef­ur legið inni á sjúkra­húsi eft­ir slysið.

Ramesh, sem er bresk­ur rík­is­borg­ari, er sá eini sem komst lífs af í slys­inu.

Alls 279 manns létu lífið í flug­slys­inu en borið hef­ur verið kennsl á 202 ein­stak­linga með hjálp DNA-rann­sókna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert