Vishwashkumar Ramesh, eini eftirlifandi farþegi flugvélarinnar sem fórst í Indlandi í síðustu viku, bar bróður sinn, sem lést í flugslysinu, til hinstu hvílu í dag.
Útförin fór fram í Vestur-Indlandi fyrr í dag en var Ramesh einn af kistuberum. Þá var hann þakinn sárabindum í andliti og líkama en hann hefur legið inni á sjúkrahúsi eftir slysið.
Ramesh, sem er breskur ríkisborgari, er sá eini sem komst lífs af í slysinu.
Alls 279 manns létu lífið í flugslysinu en borið hefur verið kennsl á 202 einstaklinga með hjálp DNA-rannsókna.
#WATCH | Ahmedabad Plane Crash – Lone Survivor Ramesh Vishwas Joins Brother Ajay’s Funeral After Discharge#AhmedabadPlaneCrash #RameshVishwas #AjayVishwas #PlaneCrashSurvivor #TragicLoss #Funeral #SurvivorStory #BreakingNews #IndiaNews #AviationTragedy #Heartbreaking… pic.twitter.com/ssN116ec08
— News18 (@CNNnews18) June 18, 2025