Trump íhugar árás á Íran

Donald Trump Bandaríkjaforseti kveður Calgary í Canada en hann flýtti …
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveður Calgary í Canada en hann flýtti brottför sinni frá leiðtogafundi G7-ríkjanna til að funda með þjóðaröryggisráðinu vegna ástandsins í Mið-Austurlöndum. AFP/Chip Somodevilla

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur til skoðunar ýms­ar sviðsmynd­ir er kem­ur að átök­un­um á milli Írans og Ísra­els, þar á meðal hugs­an­lega árás Banda­ríkj­anna á Íran. Þetta herma heim­ild­ir Wall Street Journal eft­ir fund Trumps með þjóðarör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna í Hvíta hús­inu í gær.

Fyr­ir fund­inn ræddi Trump sím­leiðis við Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. Fund­ur þjóðarör­ygg­is­ráðsins stóð síðan yfir í um eina klukku­stund og 20 mín­út­ur. Ekki var gef­in út til­kynn­ing strax í kjöl­far hans. Banda­ríkja­her hef­ur aukið viðveru sína á aust­ur­hluta Miðjarðar­hafs og Ar­ab­íu­hafi, en varn­ar­málaráðuneytið hef­ur sagt það ein­ung­is vera í varn­ar­til­gangi.

Auðvelt skot­mark

Snemma í gær­morg­un lenti Trump í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa yf­ir­gefið fund G7-ríkj­anna í Kan­ada, sól­ar­hring áður en fund­in­um lauk. Trump sagðist ekki vera að vinna að vopna­hléi held­ur ein­hverju „mun stærra“. Er Trump var beðinn um að út­skýra nán­ar sagðist hann vilja „enda­lok, raun­veru­leg enda­lok, ekki vopna­hlé“.

Síðar um dag­inn krafðist Trump „skil­yrðis­lausr­ar upp­gjaf­ar“ Írana og varaði við því að Banda­rík­in gætu auðveld­lega ráðið æðsta leiðtoga lands­ins af dög­um í færsl­um á sam­fé­lags­miðli sín­um, Truth Social.

„Við vit­um ná­kvæm­lega hvar hinn svo­kallaði „æðsti leiðtogi“ er í fel­um. Hann er auðvelt skot­mark, en hann er ör­ugg­ur þar. Við ætl­um ekki að taka hann úr um­ferð (drepa!), að minnsta kosti ekki í bili,“ sagði í færslu Trumps.

Í ann­arri færslu sagðist hann hafa fulla stjórn á loft­helgi Írans. „Íran­ar hafa gott loft­varn­ar­kerfi en það stenst ekki sam­an­b­urð við „dótið“ sem er hannað, fram­leitt og búið til í Banda­ríkj­un­um. Eng­inn ger­ir þetta bet­ur en gömlu góðu Banda­rík­in.“

Kín­verj­ar sökuðu Trump um að „hella olíu á eld­inn“ í átök­un­um og Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti sakaði Net­anja­hú um að vera „stærsta ógn­in við ör­yggi Mið-Aust­ur­landa“.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 12 og 14 í Morg­un­blaðinbu og í Mogga-app­inu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert