Tugir almennra borgara felldir við hjálparmiðstöð

00:00
00:00

Ísra­els­her er sagður hafa fellt meira en 50 óbreytta Palestínu­menn nærri hjálp­armiðstöð á suður­hluta Gasa­svæðis­ins.

Talsmaður al­manna­varna á Gasa­svæðinu seg­ir í sam­tali við AFP-frétta­veit­una að að minnsta kosti 53 hafi látið lífið og um 200 særst þegar þúsund­ir Palestínu­manna söfnuðust sam­an til að taka við mjöli nærri hjálp­armiðstöð í Khan Yun­is.

Mohammad Abu Amer, sem var staddur á vettvangi, segir í …
Mohammad Abu Amer, sem var stadd­ur á vett­vangi, seg­ir í sam­tali við AFP-frétta­veit­una að um hafi verið að ræða ósköp venju­legt óvopnað fólk. AFP

Drápu það með köldu blóði

„Ísra­elsk­ir drón­ar skutu á borg­ar­ana. Nokkr­um mín­út­um síðar skutu ísra­elsk­ir skriðdrek­ar nokkr­um skot­um á þá. Fjöldi fólks lést eða særðist.“

Mohammad Abu Amer, sem var stadd­ur á vett­vangi, seg­ir í sam­tali við AFP-frétta­veit­una að um hafi verið að ræða ósköp venju­legt, óvopnað fólk.

„Fólkið fór að sækja brauð og hveiti handa börn­un­um sín­um og ísra­elsk­ar her­sveit­ir drápu það með köldu blóði.“

Ísra­elski her­inn seg­ist vera að skoða skýrsl­ur vegna at­viks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert