Tugir þúsunda safnast nú saman í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.
Fólkið er samankomið til að sýna fyrrverandi forseta landsins, Cristina Kirchner, samstöðu. Kirchner hóf í gær sex ára afplánun í stofufangelsi vegna fjársvika.
Kirchner hefur verið í pólitík í tuttugu ár. Hún var forseti landsins frá 2007 til 2015.