Katz segir æðstaklerk verða látinn sæta ábyrgð

Israel Katz varnarmálaráðherra, Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yariv Levin dómsmálaráðherra …
Israel Katz varnarmálaráðherra, Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yariv Levin dómsmálaráðherra Ísraels í ísraelska þinginu. AFP/Menahem Kahana

Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, seg­ir að æðstiklerk­ur Írans, Ali Khamenei, verði lát­inn sæta ábyrgð vegna árása Írana á Soroka-sjúkra­húsið í Beer Sheva í suður­hluta Ísra­els í nótt.

Katz seg­ir þá að Ísra­els­her hafi verið skipað að herða árás­ir á Íran.

Einn al­var­leg­asti stríðsglæp­ur­inn

„Þetta er einn al­var­leg­asti stríðsglæp­ur­inn og Khamenei verður lát­inn sæta ábyrgð vegna gjörða sinna,“ seg­ir Katz og bæt­ir við að hann ásamt Benja­mín Net­anja­hú for­sæt­is­ráðherra hafi skipað hern­um að herða árás­ir á hernaðarleg skot­mörk í Íran til að eyða ógn­um við Ísra­els­ríki og koma höggi á klerka­stjórn­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert